Leita í fréttum mbl.is

Á að leggja jólin niður?

Samfylkingin, Besti flokkurinn og Vinstri grænir standa að því í Mannréttindaráði Reykjavíkur að bannað verði að syngja jólasálma eða fara með bænir á jólahátíðum. Auk þess að bannað verði að dreifa Nýja testamenntinu í skólum eða ástunda bænahald.

Fjölmenningarpostulinn Margrét K. Sverrisdóttir, sem nú er pólitísk próventukona hjá Samfylkingunni og formaður Kvenréttindafélags Íslands stendur fyrir þessari aðför að íslenskri trúarhefð og menningu. Það er raunar athyglivert með þá konu, að hún og félag hennar hefur iðulega amast við smámunum í íslensku samfélagi, en gætt þess vandlega að tala ekki um kvennakúgun í Íslömskum ríkjum. Raunar hefur þessi kona séð ástæðu til að setja á höfuð sér tákn kvennakúgunarinnar þegar hún þurfti að sækja próventu sína á þær slóðir.

Á sama tíma og fólk í Evrópu gerir sér grein fyrir því að nauðsyn ber til að gæta að þjóðlegri menningu og standa vörð um trúarleg gildi eins og kom m.a. fram í ræðu kanslara Þýskalands í gær, þá sér fjölmenningarfólkið í Mannréttindanefnd ástæðu til að sækja að kristni og íslenskri trúarhefð.

Gangi tillögur þessar eftir er spurning hvort ekki sé rökrétt að leggja jólahald  og jólaskreytingar alfarið niður í skólum og afnema jólafrí.

Skyldi þessi fjölmenningarlegi meirihluti hafa velt því fyrir sér hvert börnin í grunnskólum Reykjavíkur eigi að leita huggunar ef eitthvað bjátar á. Í slíkum tilvikum verður líklega bannað að fara með bænir eða leita til þjóna kristinna safnaða gangi tillögur nefndarinnar eftir.

Tillögur Mannréttindanefndarinnar sýna að pólitík skiptir máli og það getur verið dýrt að henda atkvæðinu sínu í vitleysu. Yfir 90% þjóðarinnar aðhyllist kristna trú og meiri hluti þeirra sem gera það ekki amast ekki við kristnihaldi eða kristilegri boðun. Hvað veldur því þá að þessi öfgaboðskapur Margrétar Sverrisdóttur nær fram að ganga í Mannréttindanefnd?  Ekki er það í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar- eða er það svo?


Bloggfærslur 18. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 219
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 2777
  • Frá upphafi: 2562375

Annað

  • Innlit í dag: 214
  • Innlit sl. viku: 2572
  • Gestir í dag: 209
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband