Leita í fréttum mbl.is

Heillastjarna Halldórs Ásgrímssonar

Heillastjarna Halldórs Ásgrímssonar svíkur hann ekki þessa daganna.

Fyrir nokkrum dögum síðan gjaf Landsbankinn honum og fjölskyldu hans milljarða með því að fella niður milljarðaskuldir fyrirtækis þeirra.  Það vakti sérstaka athygli við þessa gjöf til Halldórs að ASÍ forustan hafði ekkert við hana að athuga og hvorki sú forusta né bankarnir töldu að þessi rausnarlega gjöf til Halldórs og fjölskyldu skipti þjóðhagslega nokkru máli.  Þar gegnir raunar öðru máli en með 20 milljón króna skuld Valdimars Viðarssonar verkamanns sem verður ásamt fjölskyldu sinni sviptur eignum sínum og íverustað enda gæti skuldaniðurfelling hjá honum riðið hagkerfinu á slig og eyðilagt grundvöll og stöðu lífeyrissjóðanna.

Í gær var Halldór endurráðinn sem framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs án þess að hafa nokkra þá kosti sem mæla með honum til áframhaldandi starfa þar að einum undanskildum, sem hefur þó almennt ekki nema neikvæð áhrif við starfsráðningar.

Óneitanlega var það athygliverð stund að sjá Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Norðurlandaráðsráðherra, trítla upp í ræðustól á Alþingi og afneita allri ábyrgð á endurráðningu Halldórs þó að hún geti engum öðrum um kennt, ekki einu sinni starfsfólki Alþingis. Katrín ber nefnilega fulla ábyrgð á endurráðningu Halldórs. Hún hafði með málið að gera og hún ber ábyrgðina.

Heillastjarna Halldórs bregst  ekki hvað sem á dynur. Maðurinn sem kom á kvótakerfinu, laug að þjóðinni um staðfestu við að stunda hvalveiðar á sama tíma og hann samþykkti að hætta þeim. Var svo dáðríkur stjórnmálamaður að Framsóknarflokkurinn nánast þurkaðist út þegar hann gafst upp sem formaður eftir snautlegustu dvöl í forsætisráðuneytinu sem nokkur maður hefur hingað til átt þar. 

Nú fær Halldór endurráðningu frá ríkinu á vettvangi Norðurlanda og tvo milljarða til viðbótar frá vinstri stjórninni sem kennir sig við jafnaðarmennsku þó hann hafi aldrei verið til þurftar flokki sínum og þjóð. 


Bloggfærslur 21. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 333
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2891
  • Frá upphafi: 2562489

Annað

  • Innlit í dag: 324
  • Innlit sl. viku: 2682
  • Gestir í dag: 317
  • IP-tölur í dag: 309

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband