Leita í fréttum mbl.is

Uppljóstrun eða Barbabrella?

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri er um margt athyglisverður maður. Í dag sagði hann í ræðu að starfsmenn Seðlabankans hefðu vitað það árið 2006 að íslenska hagkerfið stefndi í þrot, en ekki þorað að birta þær niðurstöður. Starfsmennirnir hefðu birt rangar niðurstöður. Semsagt logið að þjóðinni allt frá árinu 2006.

Í framhaldi af þessari yfirlýsingu verður Már að skýra frá því hverjir gáfu þjóðinni rangar upplýsingar og hvers vegna. Einnig hvort það var geðþóttaákvörðun viðkomandi starfsmanna eða einhverra annarra að leyna þjóðina upplýsingum og birta rangar.

Þá verður Már að sýna hverjar voru niðurstöður starfsmanna Seðlabankans frá 2006 og áfram og bera saman þær niðurstöður og það sem viðkomandi starfsmenn og Seðlabankinn sendu frá sér opinberlega.

Þá liggur fyrir að Seðlabankinn hefur engan trúverðugleika í kjölfar þessarar yfirlýsingar Más Guðmundssnar nema þeir víki sem gáfu þjóðinni rangar upplýsingar og máið verði upplýst að fullu.

Víki Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sér undan að upplýsa þjóðina um þær spurningar sem vakna í kjölfar uppljóstrunar hans, þá er ekki hægt að líta á yfirlýsinguna öðrum augum en eins konar Barbabrellu, sem Seðlabankastjóri kann þá að hafa lært af borgarstjóranum.

Eða af stjórnendum Goldman Sachs bankans sem hann heimsótti undirdánugastur ásamt fjármálaráðherra í Bandaríkjaför sinni. En þeir hjá Goldman Sachs bankanum þykja hvað hugmyndaríkastir hrunbankamanna heimsins.


Bloggfærslur 28. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 217
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 2775
  • Frá upphafi: 2562373

Annað

  • Innlit í dag: 212
  • Innlit sl. viku: 2570
  • Gestir í dag: 207
  • IP-tölur í dag: 202

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband