Leita í fréttum mbl.is

Mótmćli viđ Alţingishúsiđ

Veriđ er ađ bođa fólk niđur á Austurvöll til ađ mótmćla viđ Alţingishúsiđ međan forsćtisráđherra flytur stefnurćđu sína og umrćđur verđa um hana.  Vissulega er ástćđa til ađ mótmćla stefnu og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar og ţá sérstaklega úrrćđa- og ađgerđarleysi hennar gagnvart vanda fólks og fyrirtćkja vegna stökkbreyttra höfuđstóla.

Ţađ hefur ţví sjaldan veriđ meiri ástćđa til ađ mótmćla duglausri og úrrćđalausri ríkisstjórn en einmitt núna.

Á sama tíma og ţađ er full ástćđa til ađ mótmćla á Austurvelli ţá er líka full ástćđa til ađ fólk taki höndum saman um ađ koma í veg fyrir ofbeldi og skemmdarverk. Alţingishúsiđ er ţjóđarhús. Ţađ er húsiđ okkar allra. Ţađ á engin ađ sýna ţá skrílmennsku ađ henda einhverju í Alţingishúsiđ eđa sóđa ţađ út. Lögregluţjónarnir sem eru viđ skyldustörf eru ađ vinna viđ ađ halda uppi friđi og allsherjarreglu. Viđ eigum ađ virđa ţađ sem ţeir gera og hlýđa ţeim og koma ţví fólki burt sem sýnir lögreglu óvirđingu eđa veitist ađ lögregluţjónum.

Viđ eigum hvort heldur viđ mótmćlum eđa tökum ţátt í umrćđu ađ sýna ađ viđ séum siđađ fólk sem leikum eftir ţeim leikreglum sem lýđrćđiđ og réttarríkiđ heimila.


Lettar

Lettar lentu í efnahagshruni eins og viđ og ađ mörgu leyti af sömu ástćđum ţó ađ bankakerfi ţeirra vćri miklu minna hlutfallslega en okkar.  Strax eftir hruniđ í Lettlandi greip ríkisstjórnin til margháttađra ađgerđa til ađ reisa efnahaginn viđ. Ţađ var ekki sársaukalaust. Atvinnuleysi hefur fariđ upp í 20% og ríkisútgjöld hafa veriđ skorin mjög mikiđ niđur til ađ ná jafnvćgi í ríkisfjármálin.

Margir spáđu ţví ađ kjósendur mundu refsa stjórnarflokkunum í Lettlandi fyrir ađ ganga fram af jafn mikilli skynsemi og ţeir gerđu og hörku viđ ađ koma hlutum í lag á nýjan leik. Ţannig skrifađi tímaritiđ the Economist fyrir nokkru ađ líklega yrđu ţeir stjórnmálamenn sem stjórnuđu í Lettlandi látnir taka út refsingu af hálfu kjósenda fyrir ađ gera strax ţađ sem nauđsynlegt vćri ađ gera međ međfylgjandi tímabundnum ţrengingum í landinu.

Nú ađ loknum kosningum í Lettlandi liggur fyrir ađ stjórnarflokkurinn heldur velli. Lettneskir kjósendur eru ekki svo heillum horfnir ađ ţeir hlaupi eftir fagurgala Steingríma ţess lands heldur horfa á málin međ skynsemi og virđa ţađ sem vel hefur veriđ gert.

Í Lettlandi hefur veriđ hagvöxtur ađ undanförnu og spáđ er ađ atvinnuleysi fari minnkandi og hagvöxtur aukist enn.

Ţví miđur er íslenska ríkisstjórnin ađ gera allt annađ en ríkisstjórnin í Lettlandi. Hér dregst ţjóđarframleiđsla  saman  tveim árum eftir hrun. Hver fjárlögin af öđrum eru lögđ fram ţar sem lagt er til ađ viđ höldum áfram ađ lifa um efni fram. Opinberum starfsmönnum er fjölgađ og föllnum fyrirtćkjum haldiđ lifandi međ fjárgjöfum frá ríkisbönkum. Ekki eru gerđar nauđsynlegar hagrćđingar í utanríkisţjónustu eđa fjármálakerfi landsins.  Atvinnuleysistölur eru falasađar međ ţví ađ halda uppi óarđbćrum opinberum störfum. 

Kjósendur á Íslandi eru ekki fífl frekar en í Lettlandi. Ţvert á spár ţá ákváđu kjósendur í Lettlandi ađ velja ţá til áframhaldandi forustu sem hafa stýrt landinu farsćllega í efnahagskreppunni ţrátt fyrir ţrengingar.  Međ sama hćtti munu íslenskir kjósendur velja ţá valkosti í nćstu kosningum sem eru líklegir til ađ skila ţjóđinni áfram.


Bloggfćrslur 3. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 333
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2891
  • Frá upphafi: 2562489

Annađ

  • Innlit í dag: 324
  • Innlit sl. viku: 2682
  • Gestir í dag: 317
  • IP-tölur í dag: 309

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband