Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki biðraðir?

Fjölskylduhjálpin, Þjóðkirkjan, Mæðrastyrksnefnd og ýmsir aðrir frjálsir velgjörðarhópar dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum til fátækra. Eðlilega myndast biðraðir vegna þess að það geta ekki allir fengið afgreiðslu í einu. Ekki frekar en í bönkum.  Önnur samtök velviljaðs fólks gefur vinnu og matvæli til að þurfandi fólk fái heitan mat.

Umræðan um þetta mikla, góða og fórnfúsa velgjörðarstarf sem þessir aðilar sinna hefur verið á villigötum. Einblínt er á biðraðir og því haldið fram að svona lagi finnist ekki í nágrannalöndum okkar. Það er rangt þó að biðraðir geti þar verið með öðrum hætti. Þá er því haldið fram að þetta sé til skammar. Það er líka rangt. Það er ekki til skammar að til skuli vera fórnfúsar hendur sem vilja deila gæðum með okkar minnstu bræðrum og systrum. Þvert á móti.

Nú sjá margir ekki aðra lausn en búa til stofnun hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga nema hvort tveggja sé til að úthluta opinberum greiðum og velgjörðum. Er það endilega betra en það fyrirkomulag sem hefur þróast hér?

Sjálfboðaliðastarf í velferðarmálum leysir mikinn vanda og sparar mikil útgjöld. Það er reynsla allra þjóða sem þekkja til víðtækrar samhjálpar á þeim grundvelli. Víða er því talað um að hið opinbera veiti aðstoð og styrki til samtaka sem vinna að velferðarmálum og vinni með því með markvissari hætti og ódýrari að því að útdeila gæðum en með því að stofna opinbert apparat.

Er einhver þörf á því að eyðileggja gott og óeigingjarnt hjálparstarf  á grundvelli ríkishyggjunnar í stað þess að styðja við hjálparstarfið þannig að þeir sem að því standa geti unnið enn betur. Hvort er líklegra til að gagnast betur þeim sem á þurfa að halda?


Bloggfærslur 31. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 354
  • Sl. sólarhring: 368
  • Sl. viku: 2912
  • Frá upphafi: 2562510

Annað

  • Innlit í dag: 345
  • Innlit sl. viku: 2703
  • Gestir í dag: 337
  • IP-tölur í dag: 329

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband