Leita í fréttum mbl.is

Enn einn hring

Fjórum sinnum hefur ríkisstjórnin boðað til blaðamannafunda og sagt að nú væri kynnt hin endanlega lausn í málum skuldsettra einstaklinga. Jafn oft hafa landsmenn orðið fyrir vonbrigðum með boðskapinn.

Tveimur árum eftir hrun hafa höfuðstólar verðryggðra lána hækkað gífurlega vegna ímyndaðra hækkana, sem reiknaðar eru út á Hagstofunni, þrátt fyrir að engin virðisauk mælist í þjóðfélaginu heldur þver öfugt.  Það þýðir að verið sé að taka frá skuldurum og gefa fjármagnseigendum.

Verðtryggingarbullið og aðrar sérokurleiðir í lánamálum eru að éta upp eignir venulegs fólks. Jóhanna og Steingrímur hafa horft á með velþóknun ásamt ömurlegustu verkalýðshreyfingu veraldar.

Óneitanlega er það sérkennilegt að þau Jóhanna og Steingrímur skuli standa varðstöðuna með fjármagnseigendum. Raunar er mér sagt að Jóhanna hafi þegar byrjað þá varðstöðu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde fyrir tveim árum síðan.

Þegar ríkisstjórn hefur misst traust þá er erfitt að ávinna það aftur.  Stefnulaus og úrræðalaus forsætisráðherra ætlar samt að freista þess enn einu sinni að kaupa sér vinsældir með því að spila einhverju út hvað svo sem það verður. 

En það dugar ekkert minna en að afnema sérleiðirnar í lánamálunum. Það verður að afnema verðtrygginguna. Það verður að reikna höfuðstólana aftur til október 2008. Eitt verður yfir alla að ganga í því efni.   

 


Bloggfærslur 6. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 179
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 2737
  • Frá upphafi: 2562335

Annað

  • Innlit í dag: 174
  • Innlit sl. viku: 2532
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 164

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband