Leita í fréttum mbl.is

Uppgötvun Jóhönnu

Það var athyglivert að heyra það  í hádegisfréttum að forsætisráðherra hafði uppgötvað að stór hópur fólks ætti í skuldavanda.  Hún sagði að nú þyrfti að skoða málin en vildi ekki segja hvað ætti að gera. Hefur Jóhanna virkilega ekki skoðað málin og liggja ekki staðreyndir fyrir hjá henni eftir samfellda setu í ríkisstjórn frá 2007 og þingsetu nokkru eftir að Úlfljótur og Grímur geitskór hættu á Alþingi.

Eftir að hafa hlustað á stefnuræðu forsætisráðherar og viðbrögð núna þá datt mér í hug það sem danska drottningin sagði í byrjun síðustu aldar þegar hún spurði af hverju fólk væri sósíalistar og var svarað að sumir væru ekki ánægðir með ríkisstjórnina og konunginn. Þá sagði drottningin. "Hvílíkt vanþakklæti og við sem höfum gefið fólkinu Tívolí." 

Þá eins og nú þá má upplýsa Jóhönnu um að fólk hvorki borðar né býr í sértækri skuldaaðlögun.


Bloggfærslur 7. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 203
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 2761
  • Frá upphafi: 2562359

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 2556
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 188

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband