Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn með þverpoka fulla af peningum frá Íran

Gjörspilltur forseti Afghanistan kom úr heimsókn frá Íran með gullið frá klerkastjórninni í þverpokum. Svo spilltur er Kharsai forseti að hann telur þetta allt í lagi.  Sama dag hefði Obama og Anders Fogh Rasmusen átt að kalla NATO  herinn heim.

Sovétríkin sem áður voru með her í þessu nágrannalandi sínu hrökkluðust í burtu vonum seinna, en það tók Gorbachev Sovétleiðtoga  tæp 3 ár að sannfæra æðstu stjórn Sovétríkjanna um það að fara burtu með herinn. Nú ráðleggur Gorbachev NATO ríkjunum að gera slíkt hið sama og það strax.

Gorbachev fékk færasta hernaðarsérfræðing sem völ var á til að gefa sér skýrslu um ófriðinn í Afghanistan á sínum tíma og sá benti á að því fyrr sem Sovétherinn færi þeim mun betra.

Það sama gildir fyrir NATO herinn í Afghanistan núna. Hvað er verið að verja? Til hvers er verið að fórna lífi ungs fólks úr Evrópu og Bandaríkjunum á vígvelli þar sem gjörspilltir stríðsherrar og eiturlyfjabarónar fara sínu fram og svíkja þegar síst skyldi.

Það þjónar engum tilgangi að vera með her í Afghanistan og það á að kalla hann í burt strax. Afghanar sjálfir verða að ráða fram úr sínum vandamálum. 

Utanríkisráðherra og fulltrúar Íslands á Norðurlandaráðsþingi ættu að taka þetta mál upp og leggja fram tillögu til samþykktar um að NATO hætti afskiptum af ófriðnum í Afghanistan. 


Bloggfærslur 1. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 57
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 2259
  • Frá upphafi: 2562719

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2100
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband