Leita í fréttum mbl.is

Á forsendum okursins

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar minna um margt á björgunarsveit sem kemur á slysstað þar sem hópur fólks er að drukkna og fær hóp sérfræðinga til að eyða drjúgum tíma í að reikna út hvaða bjarghringur gæti gagnast best. Meðan á því stendur drukkna nokkrir en bjögunarsveitarforinginn er ekki að velta því fyrir sér. Hún hefur fyrirfram enga skoðun eða stefnu í málinu.  

Reikninefnd ríkisstjórnarinnar hefur skilað útreikningum um skuldavanda fólks og möguleg úrræði.  Öll úrræðin eru  reiknuð á forsendum okurþjóðfélagsins óháð því hvort um raunhæfa innheimtu er að ræða eða ekki.

Niðurstaða reiknimeistaranna er sú að það kosti um 180 milljarða að bakfæra höfuðstóla okurlána verðtryggingarinnar um 15% en það er um það bil það sem ranglega hefur verið lagt ofan á lánin á síðustu misserum.  Út frá þeirri forsendu er tapið ekki  annað en að skila þarf óréttmætri og siðlausri auðgun lífeyrissjóða og fjármálastofnana til baka.

Bakfærsla er alltaf erfið og þess vegna hef ég bent á þá leið að stofnaður verði neyðarsjóður og þangað renni 3% af gjöldum sem annars færu í lífeyrissjóði a.m.k. næstu 4 árin og þeir fjármunir sem þar mynduðust um 200 milljarðar yrðu notaðir til að bakfæra höfuðstóla og lánakjör til þess, sem fólk á hinum Norðurlöndunum býr við. Þá mundi neyðarsjóðurinn  koma að fjármögnun Íbúðalánasjóðs á eðlilegum lánakjörum. Þá  væri hægt væri að endurlána fólki vegna íbúðarkaupa á breytilegum vöxtum, óverðtryggt með sömu vöxtum og á hinum Norðurlöndunum.

Stjórnmálamenn þessa lands jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu ættu að gaumgæfa það að fólki verður ekki haldið endalaust í okursamfélaginu. Við eigum rétt á að njóta sambærlegra lífskjara og lánakjara og frændur okkar á hinum Norðurlöndunum og til þess höfum við allar forsendur ef sérhagsmunirnir eru ekki endalaust látnir ráða ferðinni.


Bloggfærslur 10. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 57
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 2259
  • Frá upphafi: 2562719

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2100
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband