Leita í fréttum mbl.is

Tími útreikninga og kannana er liðinn. Tími aðgerða er kominn.

Undanfarið hafa um 10 Íslendingar flutt af landi brott á dag eftir því sem haft var eftir Pétri Blöndal á Bylgjunni á föstudagsmorgun. 10 manns flýja skuldafárið og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.

Ég hef barist fyrir eðlilegri skipan lánamála um árabil þannig að verðtrygging væri afnumin en lánakjör væru svipuð og á hinum Norðurlöndunum.  Vegna þess fæ ég fjölda af tölvupóstum frá fólki sem flýr og segir mér sögu sína í nýja landinu, Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Sögurnar eru allar keimlíkar og fólk trúir því varla að því bjóðist óverðtryggð lán með 4% ársvöxtum. Lán þar sem höfuðstóllinn lækkar við hverja afborgun.  Þá segist fólkið líka hafa mun betri launakjör.

Almenn skuldaniðurfærsla, afnám verðtryggingar og gjaldmiðill sem virkar er því meðal þeirra forsendna sem verða að koma til svo að þjóðfélagið geti unnið sig út úr vandanum.  Þjóðfélagssátt getur ekki tekist um neitt annað eða minna. Það er engin gjöf heldur réttmæt krafa að höfuðstólar lánanna verði leiðréttir.

Ríkisstjórnin getur ekki beðið lengur. Stund ákvarðananna er runnin upp.


Bloggfærslur 14. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 57
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 2259
  • Frá upphafi: 2562719

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2100
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband