Leita í fréttum mbl.is

Ólíkt höfumst við að Davíð minn

Nokkru eftir að utanríkisráðherra íjaði að skipun rannsóknarnefndar vegna stuðnings Íslands við innrás Bandaríkjanna í Írak, birtist hann glaðbeittur í hópi forustumanna NATO sem lögðu á ráðin um stríðið  í Afghanistan.

Er ástæða til að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka aðkomu Íslands að stríðinu í Afghanistan?  

Afskipti okkar af stríðinu í Afghanistan eru meiri en af Íraksstríðinu. Hvernig skyldu utanríkisráðherrar Samfylkingarinnar afsaka það á sama tíma og deilt er á þá sem tóku óvirka en jákvæða afstöðu til innrásar Bandaríkjanna í Írak vafalaust með hagsmuni Íslands í huga með tilliti til herstöðvarsamnings Íslands og Bandaríkjanna.

Hvernig skyldu taka ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon því að styðja hernað NATO í Afghanistan. Þeir hafa borið fram tillögur á Alþingi um að hætt verði afskiptum NATO herja af Afghanistan.

Afghanistan stríðið er glórulaus vitleysa eins og innrásin í Írak. Því fyrr sem erlend ríki fara með her úr Afghanistan þeim mun betra.  Íslenskir ráðamenn hefðu átt að spyrja hvað afsakaði blóðfórnir ungs fólks frá Vesturlöndum í fjöllum og dölum Afghanistan. Það sama og afsakaði blóðfórnir rússneskra ungmenna á sínum tíma. Ekki neitt.

Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon bera nú ábyrgð á því að Ísland skuli styðja glórulausar hernaðaraðgerðir NATO ríkja í Afghanistan. Hvernig væri að þau gerðu þjóðinni fullnægjandi grein fyrir afskiptum sínum og aðkomu að stríðinu í Afghanistan.  Það er að gerast í núinu. Írak er sagnfræði.


Bloggfærslur 20. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 57
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 2259
  • Frá upphafi: 2562719

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2100
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband