Leita í fréttum mbl.is

Hefðu Írar valið það sama og Ísland væru þeir ekki í vanda

Írar sækja um billjón Evra neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að þeir tóku ábyrgð á írskum bönkum í lok september 2008.

Margir íslenskir hagfræðingar og háskólaprófessorar vildu haustið 2008 að við færum sömu leið og Írar og láta skattgreiðendur ábyrgjast bankanna. Hefði verið farið að þeirra ráðum væru skuldir íslenska ríkisins um 8.000 milljörðum meiri en hún er í dag. Ísland væri  gjaldþrota.

Ísland valdi skynsamlegustu leiðina þegar bankarnir riðuðu til falls. Við settum neyðarlög og höfnuðum þeirri leið að láta skattagreiðendur bera ábyrgð á bönkunum.

Í hinni makalausu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er þess ekki getið að þeir sem héldu um stjórnvölin á þessum tíma á Íslandi forsætisráðherra, seðlabankastjórar og stjórn og framkvæmdastjóri FME skuli hafa beitt vitrænustu viðbrögðum við bankakreppunni haustið 2008. Þess í stað er hamrað á aukaatriðum. Þeir sem gegndu fyrrnefndum embættum eru ómaklega bornir sökum á forsendum baunatalningar. Sé málið skoðað í heild þá er meginniðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis um viðbrögð stjórnvalda við bankakreppunni röng. Það sýnir sig nú.

Staðreyndin er sú að forustumenn í íslenskum efnahagsmálum haustið 2008 stýrðu þjóðarskútunni betur en aðrir forustumenn í heiminum þar sem eins háttaði til varðandi bankakreppur.

Það er til marks um lánleysi íslensku þjóðarinnar að hún skuli hafa flæmt alla þá úr embætti sem stýrðu þjóðinni giftusamlega frá þeim mistökum sem opinberuð hafa verið í Írlandi. Þau mistök  eiga eftir að koma betur í ljós og bitna hart á skattgreiðendum  í Bretlandi og Bandaríkjunum. 

Þá er það einstakt meðal siðaðra þjóða að forsætisráðherra sem stýrði þjóðinni þegar réttar ákvarðanir voru teknar  á erfiðustu tímum hennar, skuli nú sitja á sakamannabekk fyrir tilstuðlan meiri hluta Alþingis. 

 


Bloggfærslur 22. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 57
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 2259
  • Frá upphafi: 2562719

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2100
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband