Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll ber stjórnskipulega ábyrgð

Jafnvel þó  fjármálaráðherra hafi beitt sér með ótilhlýðilegum hætti til að færa fjármuni frá skattgreiðendum til kjósenda sinna í Árbót í Aðaldal og einhverjir þingmenn kjördæmisins hafi verið áfram um að misfarið yrði með ríkisins fé, þá ber Árni Páll Árnason þáverandi félagsmálaráðherra stjórnskipulega og pólitíska ábyrgð á málinu.

Árni Páll Árnason heldur því fram að eðlilega hafi verið að málum staðíð af sinni hálfu og það hafi verið ráðlegging sinna embættismanna að ganga frá málinu með þeim hætti sem gert var þ.e. greiða 30 milljónir umfram skyldu.  Eðlilegt er að Árni Páll verði krafinn svara um það hvaða embættismenn ráðlögðu honum þetta og á hvaða forsendu.  Raunar er hæpið að ráðherra sé að segja satt, vegna þess að framkvæmdin er andstæð góðri stjórnsýslu.

Árni Páll sagði einnig að óþarfi hafi verið að leita eftir áliti Ríkislögmanns þar sem hann væri sjálfur lögfræðingur og gæti því dæmt um það hvort greiða ætti bætur í svona máli eða ekki, en bætir svo við að hann hafi ekki tekið neinar ákvarðanir í málinu og einungis gert það sem sínir embættismenn hafi lagt til. Hvað kom menntun hans sem lögfræðings þá málinu við?

Fyrir liggur að fjármálaráðherra skrifaði þáverandi félagsmálaráðherra Árna Páli nánast hótunarbréf vegna málsins. Í einu orðinu segist Árni Páll hafa dæmt um málið sjálfur út frá lögfræðiþekkingu sinni.  Í hinu orðinu að hann hafi í raun ekki gert það heldur það sem embættismenn hans lögðu til.

Hvaða rökræna samhengi er í svona málflutningi ?

Alla vega þegar öllu er á botninn hvolft þá var ekki leitað til rétts aðila í ríkiskerfinu, Ríkislögmanns, til að fjalla um málið. Fram hjá því komast hvorki Árni Páll Árnason né Steingrímur J. Sígfússon

Nú verður ekki hjá því komist miðað við ummæli Árna Páls að þeir embættismenn komi fram eða verði nafngreindir sem Árni Páll segir að hafi í raun afgreitt málið. Verði ekki vísað á neinn eða nokkur gefi sig fram þá eru líkur fyrir því að ráðherra sé ekki að segja satt. Það er raunar ekki einsdæmi með viðskiptaráðherra að þeir geri það.

Eftir stendur hvað sem hótunarbréfi Steingríms J. líður og áliti embættismanna að Árni Páll Árnason ber stjórnskipulega ábyrgð á þessari vafasömu bótagreiðslu.

 

 


Bloggfærslur 24. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 58
  • Sl. sólarhring: 563
  • Sl. viku: 2260
  • Frá upphafi: 2562720

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2101
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband