Leita í fréttum mbl.is

Persónuleikalausar kosningar

Óskaplega er leiðinlegt að fylla út kjörseðilinn við kosningar til stjórnlagaþings. Fjórar tölur í fyrsta reit og síðan koll af kolli og maður man ekki lengur hvaða persóna stendur á bak við töluna þegar  neðar dregur á kjörseðilinn. Kosningin er persónuleikalaus og vekur upp minningar úr framtíðarskáldsögum þar sem einstaklingurinn er aukaatriði.

Umbúnaður þessara kosninga er allt annað en það sem kjósendur þekkja og skilja. Í stað þess að kjósa einstaklinga og fylgja hefðbundnum talningareglum um að sá sem fær flest atkvæði í fyrsta sæti er kosinn og sá sem fær flest atkvæði í fyrsta og annað sæti er kjörinn o.s.frv. var búið til kerfi sem er illskiljanlegt  öðrum en innvígðum. Hætt er við að það valdi  því að vilji kjósandans komi síður til skila en fengi kjósandinn að kjósa á grundvelli þeirra leikreglna sem hann þekkir og skilur.

Ég vona að þetta verði fyrstu og síðustu kosningarnar þar sem kjósandinn þarf að lúta lögmálum stjörnustríðsmyndanna þar sem Svarthöfði stjórnar,  en í framtíðinni geti kjósandinn kosið einstaklinga á grundvelli þeirrar germönnsku nafnhefðar sem við höfum tileinkað okkur í landinu í meir en þúsund ár.

 


Bloggfærslur 27. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 58
  • Sl. sólarhring: 563
  • Sl. viku: 2260
  • Frá upphafi: 2562720

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2101
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband