Leita í fréttum mbl.is

Hinn þögli meirihluti hefur talað.

Mikill meiri hluti kjósenda hefur engan áhuga á Stjórnlagaþingi. Niðurstaða kosninganna liggur fyrir að því leyti. Um eða undir 40% kjósenda mættu á kjörstað. Það þýðir að 6 af hverjum 10 höfðu ekki áhuga á málinu. Sjálfur taldi ég nauðsynlegt að hvetja fólk til að nýta kosningaréttinn þó ég hafi frá upphafi verið á móti þessari leið og bent á aðra heppilegri.

Frá upphafi hef ég talið þessa leið hið mesta óráð og hrapað væri að máli sem fella yrði í annan farveg. Vinstri sinnaða háskólaelítan, ásamt mörgum fjölmiðlamönnum og lukkuriddurum töldu breytingar á stjórnarskrá hins vegar það mikilvægasta sem gera þyrfti í framhaldi af bankahruninu. Nú hefur þjóðin talað með því að sitja heima og neita að taka þátt í kosningunum. Hinn þögli meiri hluti hefur því tjáð sig þannig að ekki fer á milli mála.

Þann 6.október 2008 við afgreiðslu neyðarlaganna talaði ég um það sem væri mikilvægast að gera í framhaldi af falli bankanna. Það voru atriði eins og að koma lánamálum í eðlilegt horf. Fella niður verðtryggingu, lækka stýrivexti og útlánavexti, auka fiskveiðiheimildir, virkja í neðri hluta Þjórsár og hefja markvisst starf varðandi atvinnuppbyggingu. Mér fannst þá eins og nú þessi atriði skipta mestu máli.

Ríkisstjórnin setti Stjórnlagaþing í forgang. Sennilega sjá það flestir nú að heppilegra hefði verið að einhenda sér í það sem skipti máli, en það er ekki Stjórnlagaþing.

Enn eru öll þau mál óleyst sem ég taldi 2008  og tel  enn vera forgangsverkefni til að leysa þá kreppu sem er í landinu. Þess vegna verður kreppan lengri og illvígari en hún hefði orðið ef réttir hlutir hefðu verið settir í forgang.


Bloggfærslur 28. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 58
  • Sl. sólarhring: 563
  • Sl. viku: 2260
  • Frá upphafi: 2562720

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2101
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband