Leita í fréttum mbl.is

Kristnum ekki vćrt í Írak

Erkibiskupinn í Írak hefur hvatt kristna til ađ flýja frá heimilum sínum vegna trúar sinnar. Hann bendir á ađ kristnu fólki sé ekki vćrt lengur í landinu.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/11/07/hvetur_kristna_til_ad_flyja_irak/

Ţetta eru ekki ný sannindi. Allt frá upphafi vanhugsađrar innrásar Bandaríkjamanna inn í Írak og allar götur síđan hefur kristiđ fólk og kristnir söfnuđir mátt búa viđ ofsóknir, hermdarverk og morđ. Mikill fjöldi kristinna hefur ţegar flúiđ landiđ.

Hvađ skyldu talsmenn fjölmenningarinnar hér á landi eins og ţćr Margrét Sverrisdóttir og Oddný Sturludóttir, sem vilja  banna litlu jólin og trúartákn kristins fólks í skólum hér á landi segja um ţá fjölmenningu sem Íslamistar í Írak búa kristnu fólki. Vćri ekki eđlilegt ađ bjóđa kristnum Írökum  landvist hér á landi í sinni sáru neyđ t.d. á Akranesi eins og Palestínsku konunum? Hvađ skyldu ţćr stöllur segja um ţađ? 

Hvernig skyldi standa á ţví ađ einrćđisríki Saddam Hussein gat tryggt kristnu fólki í Írak öryggi og sambćrilega ţjóđfélagsstöđu og öđrum borgurum í landinu á međan lýđrćđisríkiđ Írak gerir hvorugt.

 


Mótmćli til hvers?

Bođađ er til mótmćla viđ stjórnarráđiđ á mánudag. Ţar mun tunnubarsmíđafylkingin vćntanlega fara mikinn. En til hvers? Hverju er veriđ ađ mótmćla? Hverju vilja mótmćlendur ná fram?

Helsti ţolandi tunnufylkingarinnar og áđur búsáhaldabarningsins hefur veriđ Alţingi ţrátt fyrir ţađ ađ Alţingi hafi í sjálfu sér haft minnst ađ gera međ bankahruniđ.  Ákveđinn hópur einstaklinga hefur gert ţađ ađ lífstíl ađ mćta til tunnubarnings viđ Alţingishúsiđ dag hvern sem Alţingi er ađ störfum. En til hvers? Er ţetta fólk á móti Alţingi sem stofnun?

Vilji fólk mótmćla ríkisstjórninni og ađgerđarleysi hennar ţá er eđlilegra ađ mótmćla viđ stjórnarráđiđ eins og nú er bođađ til, en ţá til hvers? Til ađ mótmćla ríkisstjórninni og krefjast ţess ađ hún fari frá eđa eitthvađ annađ?

Mótmćli mótmćlanna vegna hafa litla ţýđingu, en sýna e.t.v. úrrćđa- og vonleysi.

Ţađ eru hins vegar hlutir í okkar ţjóđfélagi sem mikil ţörf er á ađ mótmćla. Ţar er í fyrsta lagi úrrćđalaus ríkisstjórn sem situr áfram án takmarks eđa tilgangs.

Í öđru lagi og vegna úrrćđaleysis ríkisstjórnarinnar ţá eru skuldamál einstaklinga og minni fyrirtćkja í vitlausri og vonlausri stöđu.  Ţar er virkilega verkefni fyrir mótmćlendur ađ mótmćla okurlánunum og krefjast úrbóta ţannig ađ lífvćnlegt verđi í landinu í framtíđinni. Slík mótmćli ćttu ţá líka ađ beinast ađ lífeyrissjóđum og verkalýđshreyfingunni sem hefur brugđist hagsmunum hins vinnandi manns.

Hvort sem mótmćli eru á málefnalegum forsendum eđa ekki ţá skiptir máli ađ ţau fari friđsamlega fram. Ţögul mótmćli sem miđa ađ ţví ađ ná fram skilgreindu markmiđi eru líklegri til áhrifa en skrílrćđis mótmćli stjórnelysisins gegn öllu og öllum.


Bloggfćrslur 7. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 36
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 2238
  • Frá upphafi: 2562698

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2079
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband