Leita í fréttum mbl.is

Ramses III. og Móses

Fundist hefur merkisteinn Ramses III í norðvesturhluta Saudi Arabíu. Þessi fornleifafundur er merkilegur og sýnir að veldi Egypta hefur teygt sig allt austur til Saudi Arabíu á valdatíma Ramsesar III sem kallaður hefur verið síðasti mikli Faraóinn. Hann ríkti á árunum 1187 til 1156 fyrir Krist.

Ramses III þurfti að berjast við ýmsa en mesta baráttan var við fólkið sem kom frá sjónum eins og Egyptar kölluðu það, en þar gæti verið um að ræða fólk af grísku eyjunum sem flúði náttúruhamfarir og neyð eftir sprengigosið á Santorini sem hafði í för með sér hrun Krítversku menningarinnar.  Eftir að Ramses III hafði sigrað fólkið sem kom frá hafinu þá virðist sem tekist hafi að semja frið við það og þetta fólk nam land á strandsvæðum Palestínu.  Þetta voru Filistarnir sem mikið er talað um í Gamla Testamenntinu.  Raunar þýðir nafnið Palestína, Filista land.

Nokkuð góðar sagnfræðilegar heimildir eru um stjórnarár Ramsesar III og það liggur fyrir að Egyptar stjórnuðu á hans tíma auk Egyptalands allri Palestínu og sennilega stórum hluta Sýrlands og að því er virðist miðað við síðasta fornleifafund hefur veldi þeirra teygt sig á þessum tíma allt inn í Saudi Arabíu.

En hvar var þá Móses og Ísraelsmenn?  Miðað við sagnfræði og fornleifafræði hvar er þá pláss fyrir Móses og flótta Gyðinga frá Egyptalandi? Eyðimerkurgönguna í 30 ár o.s.frv.


Bloggfærslur 8. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 57
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 2259
  • Frá upphafi: 2562719

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2100
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband