Leita í fréttum mbl.is

Gaman saman fyrir hundrað milljónir á kostnað ríkisins

Hópeflisfundurinn í Laugardalshöllinni um helgina kostar ríkissjóð um hundrað milljónir. Stjórnendur fundarins voru ánægðir með hve vel tókst til og hve vel var mætt. Raunar er sérstakt að það skuli vekja jafn mikla undrun forsvarsmanna hópeflisfundarins þar sem 4000 varamenn stóðu á bak við þá þúsund sem valdir voru með slembiúrtakinu til að mæta.

Niðurstaða fundarins var að vonum að allir voru ánægðir með stjórnunina á fundinum og að fá tækifæri til að taka þátt í hópefli um stjórnarskrána á kostnað skattgreiðenda. Fjölmargar tillögur komu líka fram þar sem megin áhersla  flestra er raunar á þau gildi sem núverandi stjórnarskrá byggir á.

Eftir að hafa lesið tillögur sem þóttu allrar athygli verðar þá velti ég því fyrir mér hvort engum hafi dottið það í hug að stjórnarskrárbinda að bannað sé að bankar lendi í vandræðum svo einhverjum tengslum við bankahrunið verði komið á þessa makalausu hugmynd hóps háskóla- og fjölmiðlamanna um þjóðfundi og stjórnlagaþing.

Þjóð sem rekur velferð sína á lánum og ætlar að segja upp fjölda starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni vegna fjárskorts ætti að velta því fyrir sér hvort það er afsakanlegt að forgangsraða með þeim hætti að  eyða hundrað milljónum í sunnudags "brain storm" hópeflisfund og ætla að eyða milljarði eða meira í stjórnlagaþing sem í raun er haldið þegar öllu er á botnin hvolft án takmarks eða tilgangs miðað við hvernig til er stofnað.


Bloggfærslur 9. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 57
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 2259
  • Frá upphafi: 2562719

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2100
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband