Leita í fréttum mbl.is

Stefna og stefnuleysi borgarstjórans

Í drottningarviðtali síðdegisútvarpsins við Jón Gnarr borgarstjóra virtist þess vandlega gætt að tala um allt annað en borgarmál. Jón Gnarr lét móðann mása um eigið ágæti og það að  Besti flokkurinn hefði enga stefnu jafnvel þó hann hefði stefnu sem engin vissi hver væri þó hún væri til en væri samt ekki til.

Þó fór svo að Jón Gnarr gerði grein fyrir þeim atriðum sem virðast inntak í pólitískri hugsun hans. Í fyrsta lagi sagði hann nauðsynlegt að losna við markaðsþjóðfélagið eða kapítalsimann. Í annan stað að fá hingað fleiri ferðamenn og í þriðja lagi að friðarsamningar í millum Ísraelsmanna og Palestínumanna færu fram í Höfða. Jón Gnarr segir að forsenda þess að eitthvað sé hægt að gera sé að losna við markaðsþjóðfélagið.

Andstaða við markaðsþjóðfélagið er merkileg pólitísk yfirlýsing sem felur í sér hinn valkostinn að vilja miðstýringu og áætlunarbúskap. Áætlunarbúskap eins og í Norður Kóreu eða eins og það var í Kína og að hluta til á Indlandi. Sjálfsagt veit Jón Gnarr að fjöldi Norður Kóreubúa deyja úr hungri árlega og þannig var það í Kína og Indlandi. En e.t.v. veit hann ekki að eftir að Kína og Indland markaðsvæddust hefur þjóðarframleiðsla og velmegun aukist í stórum stökkum.

Sá sem segir það forsendu góðra hluta í þjóðfélagsbaráttu að kasta markaðskerfinu burt verður að segja hvaða valkosti hann boðar í staðinn. Ekki verður hjá því komist lengur að taka það alvarlega sem stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr segir. Vissulega er það líka nauðsynlegt að fjölmiðlar taki hann sömu tökum og þeir taka aðra stjórnmálamenn og láti hann standa fyrir máli sínu með sama hætti og þeir þurfa að gera.

Meðal annarra orða hefur Jón Gnarr staðið fyrir bættri stjórnun borgarinnar? Hefur hann dregið úr bruðlinu?Hefur hann lækkað laun borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa á krepputímum? Hefur hann fækkað einkabílum og einkabílstjórum borgarfulltrúa á kostnað borgarbúa? Af hverju er hann ekki spurður að þessu af fjölmiðlafólki? 

Bullukollaviðtöl eru ekki boðleg þegar stjórnandi stærsta fyrirtækis landsins Jón Gnarr á í hlut eða að talað sé um allt annað en fyrirtækið Reykjavíkurborg, rekstur þess og stjórnun.

 


Bloggfærslur 28. desember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 692
  • Sl. sólarhring: 854
  • Sl. viku: 2894
  • Frá upphafi: 2563354

Annað

  • Innlit í dag: 645
  • Innlit sl. viku: 2692
  • Gestir í dag: 606
  • IP-tölur í dag: 584

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband