Leita í fréttum mbl.is

Verstu viðskipti ársins

Í viðskiptablaði Fréttablaðsins, Markaðnum er gerð  úttekt á verstu viðskiptum ársins. Athyglivert er að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tengist þeim öllum.

Í fyrsta lagi er nefnt sem dæmi um verstu viðskipti ársins þegar ríkið lagði fram tólf milljarða fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar til Sjóvá-Almennra trygginga. Síðan er rakið hvernig flokksbróðir Steingríms, seðlabankastjórinn eyðilagði nú fyrir nokkru sölu á fyrirtækinu. Ríkið situr því uppi með þann beiska kaleik að eiga og reka tryggingafélag vegna aðgerða Steingríms og aðgerða og aðgerðarleysis Más Seðlabankastjóra

Í annan stað er nefnt af Markaðnum sem dæmi um slæm viðskipti á árinu eru 26 milljarða framlag Ríkisins fyrir atbeina Steingríms J.Sigfússonar til VBS fjárfestingabanka.

Í þriðja lagi nefnir Markaðurinn sem dæmi um verstu viðskipti ársins, yfirtöku Ríkisins á sparisjóðum landsins. Þar er rakið að Ríkið tók yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs, en í blaðinu segir að björgunaraðgerðir Ríkisins kunni að kosta á annan tug milljarða. Steingrímur J. Sigfússon ber einnig höfuðábyrgð á því að farið skuli í þessa vegferð.

Markaðurinn hefði í framhaldi af þessu mati sínu átt að velja versta viðskiptamann ársins, en það hefði þá án vafa orðið maðurinn sem stendur fyrir öllum þessum vondu viðskiptum, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri Grænna.

Steingrímur J. Sigfússon og gjörvallur þingflokkur hans greiddi atkvæði með því í haust að fjórir fyrirverandi ráðherrar yrðu ákærðir og dregnir fyrir Landsdóm. Er ekki rétt að Steingrímur J. Sigfússon sem ber ábyrgð á verstu viðskiptum ársins svari til saka fyrir Landsdómi fyrir þær raunverulegu sakir sem fyrir liggja hvað hann varðar.  Það væri mannsbragur að því að þingflokkur Vinstri grænna bæri fram tillöguna til að vera sjálfum sér samkvæmur.


Bloggfærslur 29. desember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 692
  • Sl. sólarhring: 855
  • Sl. viku: 2894
  • Frá upphafi: 2563354

Annað

  • Innlit í dag: 645
  • Innlit sl. viku: 2692
  • Gestir í dag: 606
  • IP-tölur í dag: 584

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband