Leita í fréttum mbl.is

Afvegaleidd umræða

Smám saman kemur betur í ljós hvað það var sem brást í aðdraganda hrunsins. Sú mynd á eftir að skýrast enn betur þegar Sérstakur Saksóknari fer að láta hendur standa fram úr ermum.

Í fréttum í gær var sagt frá rannsóknarskýrslu erlendra sérfræðinga um meint bókhaldsbrot endurskoðanda og forustumanna Glitnis banka og boðað er að sagt verði frá svipuðum hlutum varðandi sömu aðila í Landsbankanum þegar líður á daginn.

Þó svo að taka verði fréttum með fyrirvara og engin sé sekur þar til sekt hans er sönnuð, þá lá það nokkuð í augum uppi skömmu eftir hrunið  að vafningarnir, viðskiptavildin og bullið sem fært var sem eigið fé banka og vogunarsjóða og flestra fyrirtækja í Kauphöllinni,  hefði ekki getað verið fært með þeim hætti í bókhald þessara aðila án aðkomu endurskoðenda og æðstu stjórnenda þessara aðila.

Miðað við fréttir í gær þá gat það vart dulist stjórnendum Glitnis banka að hann var hruninn í ársbyrjun 2008. Samt sem áður höfðu helstu leikendur hrunsins sem höfðu markvisst sogið peninga út úr Glitni upp stór orð þegar Glitnir var yfirtekinn í september 2008 og kenndu því um að Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri hefði horn í síðu eigenda bankans.

Síðan þá hefur umræðan verið markvisst afvegaleidd af hrunverjum með aðstoð nytsamra sakleysingja og pólitískra rugludalla. Ráðist var að stjórnmálamönnum og embættismönnum og þeir hraktir úr embættum.  Fjölmiðlar spillingaraflanna, ríkisfjölmiðillinn og hluti Háskólasamfélagsins tók þátt í þessari herferð afvegaleiðingarinnar.  Þessir aðilar bera mikla ábyrgð á þeirri bullkenndu umræðu sem hefur verið í landinu. Afvegaleiðing háskólasamfélagsins náði hámarki þegar sigurvegari í kosningum til  stjórnlagaþings sagði að hrunið væri stjórnarskránni að kenna.

Í allri þeirri auðn pólitískra fúkyrða, öfugsnúninga sem einkennt hefur íslenska pólitík ekki síst fyrir tilverknað þeirra Jóhönnu og Stengríms með hjálp vinstri sinnaða Háskólasamfélagsins, var ánægjulegt að sjá til tilbreytingar vitræna og athyglisverða  blaðagrein frá stjórnmálamanni. Þá grein skrifaði  formaður Framsóknarflokksins í Morgunblaðið fyirr nokkru. Sú grein var góð tilbreyting frá innihaldsalusum kjaftavaðli  og bulli sem einkennir almennt umræðuna. Fleiri forustumenn í íslenskum stjórnmálum ættu að taka formann Framsóknarflokksins sér til fyrirmyndar í þessu efni.

Það er löngu kominn tími til að fólk snúi sér að aðalatriðunum í umræðunni á rökrænan og vitrænan hátt.


Bloggfærslur 9. desember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 692
  • Sl. sólarhring: 858
  • Sl. viku: 2894
  • Frá upphafi: 2563354

Annað

  • Innlit í dag: 645
  • Innlit sl. viku: 2692
  • Gestir í dag: 606
  • IP-tölur í dag: 584

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband