Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera fyrir skuldara

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði á Rás 2 í morgun aðspurður um hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera fyrir skuldsett fólk, að það yrði að snúa sér til bankanna sinna. Með öðrum orðum þýðir það að ríkisstjórnin ætli ekkert að gera.

Stökkbreyttir höfuðstólar lána sem hafa hækkað vegna gengishruns og efnahagshruns eiga þá að mati ríkisstjórnarinnar að vera á ábyrgð fólks sem vildi fjárfesta í íbúðarhúsnæði.  Á sama tíma og verið er að fella niður milljarða skuldir þeirra sem ollu hruninu og þeir halda fyrirtækjunum sínum er verið að auglýsa þúsundir íbúða á nauðungarsölu. Það er vegna þess að höfuðstólar lánanna hafa hækkað gríðarlega á meðan verð eignanna hefur lækkað.

Ríkisstjórn sem vill ekki horfast í augu við skuldavanda heimilanna og gera nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir að stór hluti landsmanna verði eignalaus og skuldum vafinn verður að fara frá. Það var tímabært fyrir hrun að afnema verðtryggingu lána og það var réttlætismál við hrun að leiðrétta gengisbundnu lánin.  Svona óréttlæti gagnvart venjulegu fólki gegnur ekki.


Bloggfærslur 10. febrúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 85
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 3251
  • Frá upphafi: 2562049

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 3017
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband