Leita í fréttum mbl.is

Hvað vill ASÍ í málum skuldara?

Miðstjórn ASÍ sendi frá sér ályktun í gær þar sem kvartað er yfir því að aðgerðir stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna sé í skötulíki. Það er vissulega rétt, en hvað vill ASÍ gera í málunum? ASÍ hefur barist  á móti afnámi verðtryggingar og að tekið verði upp lánakerfi hér svipað og á hinum Norðurlöndunum.

Leiðrétting á lánakjörum og lausn skuldavanda heimilanna fellst í að taka á  séraðstæðum sem við búum við vegna gengishruns og hækkunar vísitölubundinna lána í raunverulegri verðhjöðnun.  Vill ASÍ taka upp baráttu gegn verðtryggingu? Vill ASÍ krefjast þess að gengisbundnu lánin verði færð niður í viðmiðunargengi 1. janúar 2008? Ef ekki hvað vill ASÍ þá gera sem skiptir máli fyrir skuldsett heimili í landinu?

Stóra spurningin er hvort ASÍ metur hagsmuni lífeyrissjóðanna meira en hagsmuni vinnandi fólks. Hingað til hafa lífeyrissjóðirnir haft forgang hjá ASÍ forustunni.  Þannig er Ísland eina landið í heiminum þar sem hinn vinnandi maður kann að vera borinn út af eign sinni með velvilja verkalýðshreyfingarinnar svo að honum líði hugsanlega betur í ellinni.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/11/adgerdir_vegna_skulda_heimilanna_i_skotuliki/


Bloggfærslur 11. febrúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 85
  • Sl. sólarhring: 139
  • Sl. viku: 3251
  • Frá upphafi: 2562049

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 3017
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband