Leita í fréttum mbl.is

Upplýsingaleki?

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður heldur því fram að hann hafi séð hluta af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þrátt fyrir allt dramað sem nefndin hefur haldið fram um leyndina og lögregluvörð við prentun skýrslunnar þá hefur fólk út í bæ eins og Sigurður G er í þessu tilviki séð nógu mikið af skýrslunni til að gera sér grein fyrir því sem máli skiptir að hans mati.

Nú er eðlilegt að rannsóknarnefndin geri grein fyrir því hvernig stóð á því að Sigurður G fékk að lesa úr skýrslunni og hvort það var með vitund og vilja rannsóknarnefndarinnar eða einstakra nefndarmanna.

Þá er líka athyglivert það sem Sigurður G segir um skýrsluna, efnistök og líkleg áhrif hennar á landsmenn.  Líklega er það rétt hjá Sigurði að tárfellingarstuðull þjóðarinnar er annar en umboðsmanns Alþingis. 

Annars eru þessi vinnubrögði rannsóknarnefndarinnar við vinnslu og birtingu skýrslunnar óeðlileg. Fyrst skýrslan er til þá á að birta hana án tafar í stað þess að fáir útvaldir eins og Sigurður G. Guðjónsson hafi aðgang að henni. Af hverju er skýrslan ekki prentuð á einum sólarhring og sett í dreifingu og birt á netinu. Hvað veldur þessum töfum?


Bloggfærslur 18. mars 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 101
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 3267
  • Frá upphafi: 2562065

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 3030
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband