Leita í fréttum mbl.is

Hrun VBS á ábyrgð Steingríms fjármálaráðherra?

steingrimurj  Fyrir ári síðan tók fjármálaráðherra með blessun ríkisstjórnarinnar þá geðþóttaákvörðun að veita VBS fjárfestingafélagi og Saga Capital tuga milljarða lán úr ríkissjóði. Þetta var eftir bankahrun og allar kennitölur í rekstri fyrirtækjanna ljósar þegar ákvörðunin  um að  veita tugum milljarða af almannafé til fyrirtækjanna.  Um var að ræða fjármálafyrirtæki sem skiptu engu máli varðandi fjármálastarfsemina almennt í landinu. Samt sem áður veitti Steingrímur þeim tuga milljarða fyrirgreiðslu á niðurgreiddum vöxtum allt í boði skattgreiðenda.

Nú er rekstur VBS kominn í þrot þrátt fyrir að hafa fengið 26 milljarða vildarlán frá Steingrími J. fyrir ári síðan.  

Hremmingar VBS er ekki eftirskjálfti af bankahruninu eins og forstjóri Fjármálaeftirlitsins heldur fram. Þetta er allt annað og sjálfstætt mál og allar niðurstöður varðandi VBS lágu fyrir þegar Steingrímur J. ákvað að veita þeim 26 milljarða lán á Bónus vöxtum frá skattgreiðendum.

Ætlar Steingrímur J að axla ábyrgð af því að hafa misfarið með almannafé? 

Hefur Steingrímur J. þá afsökun að honum hafi verið veittar rangar upplýsingar. Var e.t.v ekki gætt nægjanlega að framvindu mála og starfsemi VBS eftir lánveitingu Steingríms? Hverjir eru það þá sem eiga að axla ábyrgð efþað er ekki Steingrímur J? 

Eðlilegt er að fram fari opinber rannsókn á þessum milljarðafyrirgreiðslum Steingríms J. og með hvaða hætti staðið var að málum það eina ár sem tók síðan að stýra fyrirtækinu í þrot. Rannsóknarskýrsla gæti verið tilbúin 1. maí á hátíðisdegi verkalýðsins til upplýsingar um það með hvaða hætti fjármálaráðherra "fólksins" misfer með fjármuni alþýðunnar í þeirri viðleitni sinni að standa við bakið á þeim kapítalistum sem honum eru hugnanlegir.


Bloggfærslur 4. mars 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 94
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 3260
  • Frá upphafi: 2562058

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 3026
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband