Leita í fréttum mbl.is

Nei

Nú skiptir máli að sem flestir mæti á kjörstað og sýni samstöðu þjóðarinnar um að hafna ólögum.

Við skulum sýna með ótvíræðum hætti hver er vilji íslensku þjóðarinnar. Látum ekki Steingrím og Jóhönnu villa okkur sýn þegar þau halda því fram að það skipti engu máli hvernig þjóðaratkvæða- greiðslan fari. Hún skiptir miklu máli.

Í fyrsta lagi skiptir hún máli til að sýna heiminum fram á samstöðu þjóðarinnar gegn erlendu valdi.

Í öðru lagi skiptir hún máli til að sýna fram á að þjóðin sættir sig ekki við ólögin ríkisstjórnarinnar.

Í þriðja lagi til að nýta mannréttindi frjálsborins fólks í lýðræðisríki.

Mætum öll  og kjósum  með frelsi gegn helsi.

Við segjum NEI.


Forsætisráðherra, lýðræðið og þjóðin

Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að hún ætlaði ekki að nýta lýðræðisleg réttindi sín og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Forsætisráðhera ætlar að sitja heima og fara hvergi á kjörstað. Með því gefur forsætisráðherra ákveðin skilaboð til þjóðarinnar. Hún er á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og getur ekki mætt á kjörstað til að nýta sér þá þrjá valkosti sem eru í boði. Það að segja já, nei eða sitja hjá.

Staðreyndin er raunar sú að forsætisráðherra og fjármálaráðherra börðust fyrir samþykki þeirra laga sem nú verða borin undir þjóðaratkvæði og sögðu ítrekaða í þringræðum að mikilvægt væri að samþykkja lögin. Nú þegar lögin eru borin undir þjóðina þá treystir forsætisráðherra sér ekki til að kjósa með sínum eigin lögum og óvíst hvort fjármálaráðherra gerir það. ´

Hvað hefur breyst? Gilda ekki sömu rök og sjónarmið núna og í desember s.l. þegar ríkisstjórnin fékk þingmeirihluta sinn og Þráinn Bertelsson sérstakan sérfræðing um andlegt hæfi þjóðarinnar til að greiða atkvæði með lögunum? Af hverju þorir þetta fólk ekki að standa við eigin gerðir lengur?

Miðað við yfirlýsingu forsætisráðherra og tvíátta yfirlýsingar fjármálaráðherra að teknu tilliti til þess sem gerðist við umræður um málið í kjölfar neitunar forseta á því að samþykkja lögin þá verður ekki hjá því komist að líta á það sem vantraust á verk ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu segi meiri hluti þjóðarinnar nei í kosninguum á morgun.

Nú er þjóðinni gefin kostur á beinu milliliðalausu lýðræði og að sjálfsögðu á þjóðin að notfæra sér þau lýðréttindi og mæta á kjörstað og kjósa samkvæmt sannfæringu sinni. Leyfum forsætisráðherra og öðrum sem vilja ekki að þjóðin njóti beins og milliliðalauss lýðræðis þegar þeir ráða að sitja heima. Yfirlýsing Jóhönnu um að neita sér um að nýta lýðréttindi sín eru sennilega einsdæmi um forsætisráherra í lýðfrjálsu landi.


Bloggfærslur 5. mars 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 3110
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2888
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband