Leita í fréttum mbl.is

Samningar

Ég hef alltaf verið talsmaður samninga um Icesave og er enn. Það er hins vegar ekki hægt að samþykkja vonda samninga og þeim var þjóðin að hafna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn. Það er síðan misskilningur að okkur liggi reiðarinnar ósköp á eins og Svavar Getsson lét í veðri vaka í fyrra þegar hann þurfti að klára samningana fyrir sumarleyfi.

Nú hefur verið upplýst að áður en Steingrímur J. Sigfússon undirritaði Svavarssamninginn í sumar þá var honum ljóst að ekki var þingmeirihluti fyrir málinu en samt undirritaði hann samninginn.  Hvað gekk manninum eiginlega til? Steingrímur stóð síðan að öðrum samningi sem þjóðin hefur nú lýst andstöðu sinni við.

Getur þessi sami Steingrímur haft forustu um nýja samninga um málið?

Vissulega eigum við að standa við fjölþjóðlegar skuldbindingar okkar en hvað með að Bretar geri það lika og verði látnir svara á sama tíma fyrir aðgerðir sínar gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum sem felldi a.m.k. tvö íslensk fjármálafyrirtæki erlendis og kostaði okkur gríðarlega fjármuni. Þarf ekki að taka tillit til þeirra hagsmuna líka í samningum við þá?

Loks verður ekki séð að það þurfi endilega að gera samninga samtímis við Hollendinga og Breta eða á sömu forsendum. Af hverju ekki einbeita sér að Hollendingum?


Bloggfærslur 8. mars 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 91
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 3257
  • Frá upphafi: 2562055

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 3023
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband