Leita í fréttum mbl.is

Enginn er óskeikull

Í fjölmiđlaumrćđunni ađ undanförnu mćtti ćtla ađ á morgun birtist skýrsla óskeikulu vitringanna ţriggja í Rannsóknarnefnd Alţingis um bankahruniđ, sem allt eiga ađ vita og allan vanda eiga leysa.  Ţannig er ţađ ekki. Í nefndinni sitja venjulegir einstaklingar. Dómar ţeirra og niđurstađa er ekki endanleg.  Vonandi hefur ţremenningunum ţó gengiđ vel ađ sjá skóginn fyrir trjánum og gera sér grein fyrir hvađ voru ađalatriđi og hvađ aukaatriđi.

Fróđlegt verđur ađ sjá hvort ađ fram kemur í skýrslunni upplýsingar um ţá stjórnmálamenn, fjölmiđlamenn og háskólamenn sem voru međ einum eđa öđrum hćtti á mála hjá banka- og útrásarvíkingunum og/eđa ţáđu af ţeim gjafir, styrki eđa bođsferđir.  Vilji ţjóđin horfast í augu viđ rauverulega spillingu í ţjóđfélaginu ţá eru upplýsingar um ţetta algjör nauđsyn.

Vítin eru til ađ varast og vonandi verđur skýrsla ţessarar rannsóknarnefndar ekki dćmd jafn dauđ og ómerk og skýrsla síđustu rannsóknarnefndar sem Alţingi skipađi en í henni sátu ţrír einstaklingar sem felldu ţunga dóma yfir ákveđnum einstaklingum og stofnunum. Ţegar endanlegur dómur gekk í ţeim málum fyrir dómstólum stóđ harla lítiđ eftir. Endanlega niđurstađa var sú ađ á annan tug manna var ranglega ákćrđur vegna rangra fullyrđinga í skýrslunni og vanţekkingar ţeirra sem komu ađ saksókn málsins.  

Eftir stóđu einstaklingar sem urđu fyrir miklu tjóni og miska vegna rangra ađdróttana í skýrslu ţeirrar rannsóknarnefndar. Ţeir fengu ekki tjón sitt bćtt og ţeir sem sátu í nefndinni báru enga ábyrgđ ekki frekar en ţeir sem sitja í ţessari rannsóknarnefnd.

Skýrslan um bankahruniđ hefur birst ţjóđinni dag frá degi upp á síđkastiđ í fjölmiđlum nú síđast međ stefnu skilanefndar Glitnis banka á hendur tveim af stćrstu fyrrverandi eigendum bankans.  Skýrslan sem birtist á morgun verđur fyllri og studd ítarlegri gögnum og ég ítreka ţá von mína ađ vel hafi tekist til.

En skýrslan verđur fyrst og fremst formlegt innlegg til upplýsinga fyrir fólkiđ í landinu og til ađ viđ getum afgreitt sem fyrst umrćđuna um ţáiđ til ađ geta snúiđ okkur sem fyrst ađ núinu og framtíđinni til hagsbóta, vaxtar og auđsćldar fyrir íslenska ţjóđ. 

 


Bloggfćrslur 11. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband