Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðin á bankahruninu

Megin niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið er sú að stjórnendur bankanna beri ábyrgð á hruni íslensku bankanna í október 2008. Þeirri ábyrgð verður ekki lengur vísað á stjórnmálamenn, Fjármálaeftirlit eða Seðlabanka Íslands.

Hvað sem öðru líður og meintum ávirðingum, athöfnum eða athafnaleysi einstakra aðila innan stjórnsýslunnar þá er þetta samt sú niðurstaða sem skiptir höfuðmáli. 

Þetta er í samræmi við niðurstöðu sænska bankasérfræðingsins Mats Josefsson sem þekkir vel til íslenskra mála en hann sagði á ráðstefnu í Reykjavík 11.11.2009:  "The banking crisis that emerged in Iceland was spectacular and it is definitely true to say that a handful of bankers brought down the country or at least the economy.“  

Það kom mér á óvart að sjá hvað formlegheitin bera staðreyndir máls ofurliði í niðurstöðum nefndarinnar einkum hvað varðar áfellisdóm yfir Björgvin Sigurðssyni þáverandi viðskiptaráðherra vegna atriða sem formaður hans Ingibjörg Sólrún hélt frá honum en ekki er vikið að sérstakri ábyrgð Ingibjargar og af hverju jú vegna þess að formlega gegndi hún ekki annarri stöðu en stöðu utanríkisráðherra þó hún hafi greinilega ítrekað brotið trúnað gagnvart flokksbróður sínum Björgvin Sigurðssyni og vanrækt að upplýsa hann um mikilvæg mál sem hún hafði fengið upplýsingar um eftir hljóðskraf við forsætisráðherra og Seðlabankastjóra.  

Ég minni á að fyrst eftir hrunið þá var spilltum stjórnmálamönnum og lélegum eftirlitsstofnunum kennt um hrunið en nú hefur það moldviðri fokið í burtu eftir því sem betur og betur upplýsist um þá starfsemi sem stunduð var í bönkunum og varð þeim á endanum að falli.  

Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis er ekki sú að spilltir stjórnmálamenn eða embættismenn hafi verið valdir að bankahruninu. Þeim er í besta falli kennt um vanrækslu sem þó skipti ekki máli varðandi það að koma í veg fyrir hrunið.  

Hvergi er vísað til þess að ráðherrar, eða æðstu embættismenn eftirlitsstofnana hafi brotið af sér af ásetningu eða stórkostlegu gáleysi. Í umfjöllun nefndarinnar verður ekki séð að vísað sé til annars varðandi stjórnmálamenn eða embættismenn en ýmsir hlutir hefðu betur mátt fara og nauðsynlegt sé að koma stjórnsýslunni fyrir með skilvirkari hætti.  

Ég sakna þess hvað sárlega vantar glögga úttekt á þeim í samfélagi stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og í háskólasamfélaginu sem voru á mála hjá bönkum og útrásarvíkingum og þáðu af þeim stóra styrki og margvíslegan annan viðgjörning.   

Þá hefði að mínu mati mátt koma fram í skýrslunni með hvaða hætti tókst á fyrstu mánuðum eftir hrunið að vinna úr vondri stöðu og með hvaða hætti Seðlabanki og Fjármálaeftirlit unnu á þeim tíma þrekvirki við að halda gangverki þjóðfélagsins í lagi.   

Ef til vill á svona skýrsla alls ekki að fjalla um það sem vel er gert bara það sem miður fer.  

Ég leyfi mér að minna enn og aftur á það að skýrsla rannsóknarnefndarinnar er ekki dómur heldur niðurstaða þriggja einstaklinga sem vafalaust hafa gert sitt besta við að vinna það verkefni sem þeim var falið. En þessir einstaklingar eru ekki frekar óskeikulir en aðrir og því miður þá var ekki brugðist við ábendingum um vanhæfi nefndarmanna sem skyldi.

Nefndarmenn gera nefnilega líka mistök eins og venjulegt fólk. 


Bloggfærslur 12. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband