Leita í fréttum mbl.is

Umfram skyldu

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og tveir þingmenn hafa fengið tímabundið leyfi frá þingstörfum meðan mál þeirra eru rannsökuð.  Þetta gera þeir umfram skyldu.  Spurning er hvort að fleiri þingmenn og ráðherrar þurfi ekki miðað við þær forsendur sem liggja til grundvallar fráhvarfs þremenninganna að segja af sér alla vega tímabundið?

Þá vaknar líka sú spurning hvort þetta eigi bara að taka til stjórnmálastéttarinnar. Hvað með löggilta endurskoðendur fjármálafyrirtækja og alla vega sumra vátryggingafélaga. Þurfa þeir ekki að skila inn löggildingu sinni og taka sér leyfi frá störfum meðan mál þeirra eru í rannsókn?

Hvað með þá sem  bera megin ábyrgð á hruninu er ekki eðlilegt að þeir víki úr stjórnum og frá stjórnun fyrirtækjanna sem einu sinni voru þeirra en eru nú á grundvelli nauðasamninga eða yfirtöku banka.

Hvað með fjölmiðlamennina og forsetann sem voru klappstýrur útrársarinnar og öfgafullrar lánastefnu. Þurfa þeir ekki með sama hætti að velta fyrir sér sinni stöðu. Í því sambandi þá er spurning hvort útvarpsstjóri ætlar að taka málefni fréttastofu til umfjöllunar innan stofnunarinnar miðað við þær forsendur.   Ríkisútvarpið er sagt eign okkar allra. Er ekki rétt að við gerum kröfur til þess um hlutlæga fréttamennsku meir en gert hefur verið?


Bloggfærslur 19. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband