Leita í fréttum mbl.is

Sorgarsaga í sumarbyrjun

Á sumardaginn fyrsta var greint frá því að Sparisjóður Keflavíkur og Byr væru komnir undir stjórn ríkisins. Kom að vísu ekki á óvart þar sem að stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í málum fjármálastofnana hefur verið slík að óvissan hefur smám saman dregið úr þeim allan lífsþrótt og möguleika.

Nú verður ekki lengur vikist undan því að ríkisstjórnin marki skynsamlega stefnu varðandi ríkisaðstoð og starfsemi fjármálastofnana í eigu ríkisins. Stærstu mistökin voru gerð þegar ríkisstjórnin ákvað algjörlega að nauðsynjalausu að fella SPRON og Straum. En þau mistök verða ekki tekin til baka þó ef til vill væri rétt að viðkomandi ráðherrar væru látnir sæta ábyrgð vegna þeirra mistaka.

Enn eykst kostnaður þjóðfélagsins vegna stefnu- og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.


Bloggfærslur 23. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband