Leita í fréttum mbl.is

Hin nýju gođ álitsgjafa og háskólamanna?

Athyglivert hefur veriđ ađ fylgjast međ stórum hópi Háskólasamfélagsins á Íslandi og álitsgjafa í kjölfar útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alţingis. Ţar hoppar ţessi hópur knékrúpandi í andakt og takt og bođar ađ hér hafi hinn heilagi sannleikur loksins komiđ fram um bankahruniđ.

Ţessi sami hópur hoppađi raunar líka fyrir tveimur árum knékrúpandi í andakt og ađdáun fyrir bankamönnum og útrásarvíkingum. Ţá var spurt eins og einn háskólamađur orđađi ţađ í gćr í útvarpi  ţegar menn ţar á bć veltu fyrir sér hlutunum: "Hvađ skyldi Björgólfur segja um ţetta"  Ég gat ekki skiliđ orđ ţessa manns međ öđrum hćtti en ţeim ađ ađgerđir og áherslur í háskólasamfélaginu hafi veriđ í samrćmi viđ vilja og ţarfir ţeirra ríku, en gagnrýnin hugsun hafi vikiđ ţar sem styrkja og velgjörđa var helst von af gnćgtaborđum gullćta úr bankakerfinu og sporgöngumanna ţeirra í hópi stćrstu lántakenda.

Hvar var hin gagnrýna hugsun á ţessum tíma?  Háskólasamfélagiđ og opinberu álitsgjafarnir ćttu ađ spyrja sig ţeirrar spurningar og svara heiđarlega. Ţađ er ekki vanţörf á.

Í dag bendir Jón Tómasson fyrrum stjórnarformađur SPRON og Ríkislögmađur, sá sem harđast barđist gegn ţví ađ hirđarnir hirtu fé sparisjóđanna, á ţađ ađ Rannsóknarnefnd Alţingis hafi ekki skođađ Sparisjóđi landsins sérstaklega. Um ţađ segir nefndin raunar ađ ekki hafi unnist tími til ađ taka ţau mál til sérstakrar skođunar. Nú verđur ţađ ađ teljast međ nokkrum endemum ađ Rannsóknarnefnd Alţingis um bankahruniđ, sem telur eđlilegt ađ fjalla um pólitíska ţróun ţjóđfélagsins í tuttugu ár og fella pólitíska dóma um stjórnun, stjórnarfar og efnhagsstjórn ţann tíma á hundruđum blađsíđna, skuli ekki hafa séđ ástćđu til ađ fjalla ítarlega og skođa ţann mikilvćga hluta fjármálakerfisins sem sparisjóđakerfiđ var og samspil ţess og annarra leikenda í fjármálalífinu.

Skipti ţađ ekki máli ađ fjármunir sparisjóđanna skyldu vera hirtir međ ţeim hćtti sem gert var?

Háskólasamfélagiđ ćtti ađ standa undir nafni og sýna fram á tilverurétt sinn međ ţví m.a. ađ fara međ gagnrýnum hćtti ofan í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og velta viđ hverjum steini og mynda sér sjálfstćđa skođun í stađ ţess ađ lúta nú nýjum gođum í stađ ţeirra sem féllu 6. október 2008.


Bloggfćrslur 24. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband