Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um hnattrænu hlýnunina?

Nú er spáð köldum vetrum og jafnvel kuldaskeiði sem muni standa í hálfa öld. Allt er það byggt á jafn hæpnum forsendum og spár hnatthlýnunarfólksins með Al Gore sem æðstaprest.

Það var kaldhæðni örlaganna að fimbulvetur skyldi skella á þegar loftslagsráðstefnan stóð í Kaupmannahöfn svona eins og til að gera grín að öllum spámönnum hnattrænu hlýnunarinnar. Nú hljóta ríkisstjórnir heims að endurskoða útblásturskvótakerfin sín eða hvað?  Nei það gengur ekki. Það er búið að skapa rosaleg gerviverðmæti með losunarkvótakerfinu.

Losunarkvótakerfið er samkeppnishamlandi kerfi eins og öll kvótakerfi eru. Þeir sem eiga losunarkvóta munu hanga á honum eins og hundar á roði og halda því fram að hann sé nauðsynlegur vegna hnattrænnar hlýnunar jafnvel þó að frostið bíti sem aldrei fyrr.  Hvað mundi t.d. verða um flugfélögin ef áunnið kvótakerfi hnattrænu hlýnunarinnar yrði aldrei komið á.

Við getum alla vega huggað okkur við það að Ísland kom því á framfæri á loftslagsráðstefnunni að jafnt hlutfall kynjanna skuli sitja í nefndum þar sem fjallað er um hnattræna hlýnun. Það ræður miklu um framvindu loftslagsmála í heiminum og er ómetanlegt framlag Íslands til vitrænnar umræðu um málið. 


mbl.is Spá köldum vetrum næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband