Leita í fréttum mbl.is

1.maí

Ástæða er til að óska launþegum til hamingju með daginn. Sú var tíðin að á 1. maí voru settar fram kröfur um betra kaup og kjör og framsæknar hugmyndir í þjóðfélagsmálum. Sú var líka tíðin að verkalýðsforustan hafði forgöngu um það ásamt Vinnuveitandasambandinu að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem verðbólgueldurinn hafði valdið. Nú er öldin önnur. 

Frá því að ríkisstjórnin tók við hafa verið stórfelldustu kjaraskerðingar launafólks sem um getur á síðustu áratugum. Kaupmáttur launa hefur hrunið. Laun hafa lækkað og galin verðtrygging hækka lán þó að engin veðmætaaukning sé í þjóðfélaginu önnur en útreiknuð í lánavísitölu launafólks.

Við þessar aðstæður mætti ætla að verkalýðshreyfingin léti í sér heyra og gerði kröfur um mannsæmandi lífskjör launþega  og verðtryggingarokrinu yrði létt af launafólki. Svo merkilega vill til að svo er ekki. Helstu kröfur ASÍ varða rukkara, fullnustugerðir, gjaldþrot og greiðsluaðlögun fyrir fólk sem er í raun gjaldþrota. Einnig gerir ASÍ kröfur um að ríkið gangist fyrir mannaflsfrekum framkvæmdum og sprotafyrirtæki verði styrkt af almannafé.

Ekki er gerð krafa um bætt kjör. Ekki er gerð krafa um að lánaokrið sem fólkið í landinu býr við verði aflétt. Nei verkalýðsforustan er harðasti baráttuhópur fyrir verðtryggingu lána. Verkalýðsforustan er ekki að vinna fyrir hagsmuni launafólks í landinu í dag heldur gegn hagsmunum þess fólks sem hefur viljað brjótast áfram af eigin rammleik úr viðjum skulda og fátæktar.  Skálaræður verkalýðsforustunnar í dag eru einskis virði. Ríkisstofnun í félagsmálaráðuneytinu gæti ekki unnið verr fyrir hagsmuni launafólks í landinu en verkalýðsforustan gerir um þessar mundir.

Það er kominn tími til þess að launafólk í landinu rísi upp og velti ónýtri forustu verkalýðshreyfingarinnar úr valdastólunum og móti eðlilega stefnu fyrir bætt kjör, gegn arðráni  spillingu og vaxtaokri.


Bloggfærslur 1. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 30
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 3140
  • Frá upphafi: 2562095

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2914
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband