Leita í fréttum mbl.is

Kattasmölun

Ríkisstjórnin sat á 5 tíma löngum fundi í gær við að ræða um niðurskurð ríkisútgjalda og breytingar á stjórnarráðinu. Ekkert var samþykkt. Haft var þó eftir fjármálaráðherra að hlutir þokuðust í rétta átt.

Ég man ekki betur en jafnvægi ætti að nást milli tekna og gjalda á fjárhagsárinu 2011 en þá þarf að skera niður um rúma hundrað milljarða sem er fjárlagahallinn í ár. Fjármálaráðherra talaði hins vegar um að rætt hefði verið um á fundi ríkisstjórnarinnar að skera niður einhverja tugi milljarða. Það þýðir áframhaldandi skuldasöfnun ríkisins þvert á samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Varðandi breytingar á stjórnarráðinu þá hefur VG félag Skagafjarðar bent á að það sé hið mesta óráð og leggst eindregið gegn slíkri fásinnu enda takmarkaður sparnaður af því eftir því sem formaður félagsins segir. Formaðurinn nefnir þó ekki það mikilvægasta að ráðherra þeirra Skagfirðinga Jón Bjarnason hverfur úr ríkisstjórn komi til breytinganna.

Forsætisráðherra sagði að góður gangur væri í viðræðunum. Þar talaði forsætisráðherra um viðræður ráðherra á ríkisstjórnarfundi. Mér fannst þetta  kunnuglegt orðalag og þá rifjaðist upp fyrir mér að þetta er það sem ríkissáttasemjari segir iðulega þegar ekki hefur náðst samkomulag á fundum hans með hagsmunasamtökum.

Það bendir því allt til þess að forsætisráðherra þurfi að fara í víðtækari kattasmölun en áður ef ríkisstjórnin á að vera á vetur setjandi.


Bloggfærslur 10. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 30
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 3140
  • Frá upphafi: 2562095

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2914
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband