Leita í fréttum mbl.is

Þinghús fáránleikans vill dómstóla fáránleikans

Stundum er sagt að umræður og skrif á blogginu sé ómerkilegt. Vel kann það að vera rétt á stundum. Fátt jafnast þó á við fáránleikann í máli þingmannanna Björns Vals Gíslasonar  og Guðmundar  Steingrímssonar í dag.  Þó er verra að þeir virðast ekki bera skynbragð á stjórnskipun landsins. Það er alvarlegt þar sem þeir eru til þess kjörnir að fjalla um slík mál.

Í dæmalausu lýðskrumi Björns Vals og Guðmundar koma fram sjónarmið sem verða ekki skilin með öðrum hætti en þeim að þeir telji eðlilegt að stjórnmálamenn grípi fram fyrir hendur ákæruvalds og dómsvalds. Hvar er réttarríkið statt ef það á að vera komið undir geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna hvort fólk er ákært eða ekki? M.a. til  að koma í veg fyrir það var stofnað embætti ríkissaksóknara til að aðskilja rannsókn og saksókn mála frá stjórnmálunum. Áður hafði þetta verið á verksviði dómsmálaráðherra. 

Þegar óeirðafólkið sem sótti að Alþingi, slasaði starfsfólk við öryggisvörslu og olli eignaspjöllum  er sótt til saka fyrir framferði sitt, þá finnst þeim Birni Val og Guðmundi eðlilegt að stjórnmálin hafi afskipti af málinu. Treysta þeir ekki dómstólum landsins?

Óneitanlega senda þessir þingmenn furðuleg skilaboð nú þegar óeirðarfólkið sýnir dómstólum algjöra lítilsvirðingu, eftir að hafa sýnt Alþingi lítilsvirðingu.  Þetta er í fyrsta skipti sem dómsstólum er sýnd lítilsvirðing og reynt að tálma störfum þeirra. Það er alvarlegt mál og í kjölfar þess er málflutningur þingmannanna þeim til skammar.

Ef til vill er þeim vorkunn eftir að hafa hlustað á holtaþokuvælið í dómsmálaráðherra í framhaldi af því að óeirðafólkið veittist að dómsvaldinu og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu bauð óeirðafólkinu síðan í kaffi á lögreglustöðina. Í framhaldi af því var að sjálfsögðu eðlilegt að prestur Laugarnessafnaðar skyldi blessa yfir athæfið. Kirkjan á jú alltaf sína svörtu sauði.

 


Bloggfærslur 12. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 33
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 3143
  • Frá upphafi: 2562098

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 2917
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband