Leita í fréttum mbl.is

Drengskaparbragð Árna Johnsen

Árni Johnsen alþingismaður vekur réttilega athygli á því í góðri grein í Morgunblaðinu í dag, að ómaklega sé ráðist að fyrrum viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðssyni.

Það er sjaldgæft að stjórnmálamenn taki til varna fyrir stjórnmálamenn úr öðrum flokkum en Árni Johnsen tekur til réttmætra varna fyrir alþingismann Samfylkingarinnar. Flokkssystkin Björgvins hafa sýnt honum dæmafáa lítilsvirðingu að ástæðulausu, það sýnir eðli fólksins sem þar fer með völd.

Björgvin G. Sigurðsson var sem viðskiptaráðherra besti neytendamálaráðherra sem við höfum átt. Það var slæmt fyrir neytendavitund og neytendastarf í landinu að hann skyldi vera viðskiptaráðherra lengur.

Árni Johnsen bendir réttilega á að Björgvin G. Sigurðsson hefur ekkert til saka unnið. Hann er með óverðskulduðum hætti gerður að fórnarlambi.

Samfylkingarfólk mætti skoða það að núverandi forsætisráðherra er mun meiri gerandi og orsakavaldur í hruninu en nokkru sinni Björgvin G. Sigurðsson.


Bloggfærslur 26. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 3139
  • Frá upphafi: 2562094

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2913
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband