Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborg um neyslulán

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að slá upp skjaldborg um ákveðna tegund neyslulána  með frumvarpi um lækkun höfuðstóls bílalána.

Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin ætlaði sér að slá upp skjaldborg um heimilin í landinu en nú hefur verið breytt um stefnu.

Íbúðareigendum er boðið upp á greiðsluaðlögun sem er hjálp í viðlögum við að komast hjá gjaldþroti og leigja íbúðirnar sem þeir missa á naðungaruppboðum.  Það er skjaldborgin fyrir íbúðareigendur.

Áfram skal haldið verðtryggingunni sem hækkar  höfuðstól verðtryggðu lánanna mánaðarlega þó að engin virðisauki sé í þjóðfélaginu. Verkalýðshreyfingin dásamar þetta kerfi sem er hengingaról um lífskjör launþega. Fjármálaráðherra dásamar það að við skulum hafa krónuna sem hefur rýrt launatekjur fólks og verðmæti eigna þess miðað við virði í helstu gjaldmiðlum um 80%. Þar við bætist gegndarlaus hækkun á nauðsynjavörum. Launin lækka hjá öllum nema Seðlabankastjóra

Er þetta það Nýja Ísland sem stefnt var að því að byggja upp. 


Bloggfærslur 3. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 3139
  • Frá upphafi: 2562094

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2913
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband