Leita í fréttum mbl.is

Farðu heim Guðmundur

Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins fær rauða spjaldið frá flokksbræðrum sínum í Húnavatnssýslu.

Guðmundur gagnrýndi formann Framsóknarflokksins þegar úrslit lágu fyrir í kosningunum. Sú gagnrýni fór illa í unga og óharðnaða flokksmenn Framsóknarflokksins í Húnavatnssýslu. Þeir sögðu Guðmundi að hann ætti að hætta í Framsóknarflokknum og fara heim.

Þessir ungu Framsóknarmenn norðan Holtavörðuheiðar eru svo slitnir úr samhengi við sögu flokksins að þeir vita ekki að það er frekar regla en undantekning að erjur standi um formanninn.  Þær staðreyndir eru hluti  af ættarsögu Guðmundur enda voru faðir hans og afi formenn flokksins.

Guðmundur var varaþingmaður Samfylkingarinnar en ákvað að sættist á það óumflýjanlega að framsóknarmennska er genetískur sjúkdómur. Þá bregður svo  við að kjósendur hans úr Húnaþingi skynja ekki forsendur og ástæður veru Guðmundar í flokknum.

Vandrötuð verður því heimaganga Guðmundur. Hvert á hann þá að fara?

Úr því sem komið er getur þingmaðurinn tekið undir með skáldinu:

"Og lát mig gleyma að ég á hvergi heima."      


Bloggfærslur 31. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 30
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 3140
  • Frá upphafi: 2562095

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2914
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband