Leita í fréttum mbl.is

Er Seðlabankastjóri verður launa sinna?

Frá því var sagt í gær að laun Seðlabankastjóra ættu að hækka um 400 þúsund.  Þjóðin brást ókvæða við og svo  upphófst ný uppfærsla af Hamlet með tilbrigðinu að fá eða fá ekki eða taka við eða taka ekki við og krefjast eða gera ekki kröfu til.

Svo er komið fyrir íslenskri þjóð að hún hafnar því algjörlega að fólk fái eina og hálfa milljón í laun á mánuði en sú var tíðin að ýmsir höfðu gott betur og haft er fyrir satt að hin nýja stétt sjálftökuaðalsins í almennu hrunbönkunum og sparisjóðunum hafi jafnvel helmingi meiri laun á mánuði en það sem skammta átti Seðlabankastjóra. Ríkisstjórnin, alþingismenn og hneykslunarhellur fjölmiðlanna segja ekkert við því þó að það fólk sé með einum og öðrum hætti á vegum hennar.

Mér finnst allt í lagi að borga Seðlabankastjóra góð laun. Mér finnst líka að það eigi að gera þá kröfu til hans að skila árangri í starfi í samræmi við það.  Það má ekki gleyma því að þessi svokölluðu ofurlaun Seðlabankastjóra eru ekki nema um  10% þeirra launa sem stjórnendur banka voru að fá þegar allt var talið, á þeim tíma þegar bankarnir sigldu í þrot. 

Hvar er svo samræmið í málflutningnum um ofurlaunin.


Bloggfærslur 4. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 3139
  • Frá upphafi: 2562094

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2913
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband