Leita í fréttum mbl.is

Saklaus þangað til sekt hans er sönnuð

Hreiðar Már Sigurðsson var settur í gæsluvarðhald í dag. Af ummælum á vefmiðlum að dæma þá ríkir fögnuður yfir handtöku og kröfu um gæsluvarðhald mannsins. Flestir sem tjá sig telja það jafnbrýna því að sök sé sönnuð að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum. Þannig er það ekki.

Í réttarríkinu er við það miðað að hver maður sé saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. Þáverandi Bandaríkjaforseti fékk m.a. bágt fyrir að kalla ákveðinn mann glæpamann þar sem hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ódæði  sem hann framdi.

Því má ekki gleyma að þess eru mörg dæmi að fólk hafi verið hneppt í gæsluvarðhald án þess að ákæra væri síðar birt á hendur því. Í Bretlandi þá heyrði ég einhvern tíma talað um það þegar maður fór í gæsluvarðhald að þá var talað um það í fjölmiðlum þannig: A man is helping the police etc. Maður er að hjálpa lögreglunni við upplýsingaöflun. Það fannst mér snyrtilega gert í samræmi við þau gildi sem réttarríkið byggir á.

Ekki veit ég hvort ástæða er til að hneppa ofangreindan mann í gæsluvarðhald en það er óneitanlega nokkuð sérstakt að maður sé settur í gæsluvarðhald vegna meints brots, sem varða sýnileg gögn, meir en 20 mánuðum eftir að meint brot var framið. 

Hvað svo sem okkur finnst um þennan eða hinn þá megum við aldrei hvika frá þeim gildum sem gerir okkur að siðuðu þjóðfélagi. Þar skiptir miklu að hvika ekki frá gildum réttarríkisins.


Bloggfærslur 6. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 3138
  • Frá upphafi: 2562093

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2913
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband