Leita í fréttum mbl.is

Ísland og Kína

Már Guðmundsson og Össur Skarphéðinsson hafa fundið í Kínverjum einstaka vinaþjóð Íslands.

Frægur maður sagði forðum að það skipti máli með hvaða hætti og hverja menn veldu að vinum. Vinátta við einn kann að útiloka vináttu við annann. Þetta er þeim Má og Össuri ljóst og þess vegna velta sumir því fyrir sér hvort þessir gömlu sálufélagar kínverskra kommúnista hafi horfið frá Evrópustefnunni og horfið bakvið bambustjaldið.

Ef til vill er ekki úr vegi að skoða hvaða þjóðir og ríkisstjórnir Kínverska alþýðulýðveldið hefur látið sér annt um síðustu misseri og stutt með ráðum og dáð. Í Asíu studdu þeir ríkisstjórn Sri Lanka til að vinna bug á Tamilum. Í Afríku hafa þeir stutt ríkisstjórn Súdan og tekið svari Súdanstjórnar í málefnum Darfúr allt þar til alþjóðasamfélagið snérist hart gegn þeim. Einræðisherra og herforingjastjórn Gíneu í Afríku hafa verið vildarríki Kína þrátt fyrir fjöldamorð  stjórnarinnar.

Þetta eru örfá dæmi en almennt má segja að þar sem alþjóðasamfélagið víkur frá og fordæmir þá koma Kínverjar og hjálpa þeim sem misvirða mannréttindi og láta ekki morð eða frelsissviptingar aftra sér í einu eða neinu.

Má og Össuri finnst við eiga vel heima í þessum hópi.


Bloggfærslur 11. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 59
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 3169
  • Frá upphafi: 2562124

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2937
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband