Leita í fréttum mbl.is

Mikið grín, mikið gaman

Jón Gnarr verður borgarstjóri og allir flokkar koma að gamaninu með honum. Sjálfsagt fylgir bíll og bílstjóri þeim sem halda munu veigamestu embættunum og þá hlítur gamanið að vera fullkomnað.

Með þessu snjalla útspili Jóns Gnarr að skenkja hverjum og einum sinn brauðmola af veisluborðinu þá tryggir hann það að allir flokkar verða samábyrgir í gríninu og engin stjórnarandstaða bara grín og mikið gaman.

Það kemur þá í hlut venjulegra Reykvíkinga að skoða hlutina með gagnrýnisgleraugunum og athuga hvort ekki sé brýn nauðsyn á að koma fram með alvöruframboð til næstu borgarstjórnarkosninga sem byggir á málefnum og raunverulegri  hagsmunagæslu fyrir borgarbúa. 

Þá getur fólk í næstu kosningum tekist  á um málefnabaráttu fyrir hagsmuni Reykvíkinga  gegn framboðsflokkunum í borgarstjórn með Besta flokkinn í brjósti fylkingar sem berjast fyrir því einu að hafa það gaman að vera saman.


Bloggfærslur 15. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 59
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 3169
  • Frá upphafi: 2562124

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2937
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband