Leita í fréttum mbl.is

Evrópumet í vondri hagstjórn

Hæsta verðbólga í Evrópu er á Íslandi. Ekki bara sú hæsta heldur langhæsta. Það land sem kemst næst okkur er Grikkland þar sem verðbólga er  helmingi minni.

Verðbólga á Íslandi er alvarlegri en í nokkru öðru landi Evrópu vegna vísitölubindingar lána.  Vísitölubundnu lánin hækka á sama tíma og verðgildi krónunnar er í lágmarki, veruleg kjararýrnun og launalækkun á sér stað og þjóðarframleiðsla dregst saman. Miðað  við þessar aðstæður þarf snilli í hagstjórn til vera með fimmfalt meiri verðbólgu en almennt gerist í öðrum Evrópuríkjum.

Hagstjórnartríó ríkisstjórnarinnar, Jóhanna, Steingrímur og Gylfi viðskipta, eru greinilega verst til hagstjórnar fallin af stjórnendum Evrópu. Þetta hagstjórnartríó setur hvert Evrópumetið á eftir öðru í vondri hagstjórn.

Unga fólkið sem horfir á eignir sínar brenna á verðbógubáli hagstjórnartríósins og sér fram á eignamissi og gjaldþrot, verður nú áþreifanlega vart við það að fallega orðaður fagurgali Steingríms J. Sigfússonar og más Jóhönnu Sigurðardóttur verður ekki í askana látið og bjargar ekki heill og hamingju fólksins í landinu heldur þvert á móti.

Var það e.t.v. þetta sem Steingrímur og Jóhanna eiga við þegar þau tala um mikinn árangur í hagstjórn að undanförnu? 

 


Bloggfærslur 16. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 53
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 3163
  • Frá upphafi: 2562118

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 2932
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband