Leita í fréttum mbl.is

Minni snjór en nokkru sinni fyrr

Það er minni snjór í fjöllum séð frá Reykjavík en nokkru sinni fyrr sennilega allt frá landnámsöld. Frá því að myndataka hófst þá hafa jafnan verið teknar myndir úr miðbænum yfir Esjuna á 17. júní og þar sést alltaf þangað til núna að það er skafl í hvilftinni við Kerhólakamb, en sá skafl var horfinn núna fyrir 10. júni.

Skaflar í Gunnlaugsskarði í Esjunni eru álíka lítilfjörlegir núna og seinni hlutann í ágúst í bestu árum að undanförnu og sama er að segja með Bláfjöll.

Í þau rúmu tuttugu ár sem ég hef gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur og fylgst með snjóalögum þá hef ég aldrei séð eins lítið af snjó og í jafn stuttan tíma og í vetur og það er skýringin á því að snjóalög eru nánast engin við Reykjavík um miðjan júní.

Vonandi heldur áfram að hlýna og verður álíka loftslag og var hér á landnámsöld.  Við skulum líka muna að það eru ekki nema tæp 30 ár síðan það byrjaði að hlýna eftir að loftslag hafði þá um 20 ára skeið farið kólnandi.

Árferði eins og verið hefur undanfarin ár gerir Ísland að einu vistvænasta landi í heimi sem betur fer.


Bloggfærslur 17. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 68
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 3178
  • Frá upphafi: 2562133

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 2946
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband