Leita í fréttum mbl.is

Gróði skattgreiðenda?

Fulltrúar hagsmunaaðila halda jafnan fram, að leggi ríkið þeim til peninga þá muni þjóðfélagið græða. Gróði skattgreiðenda er að borga þessi arðbæru verkefni núna til að geta notið þeirra síðar.

Í meir en 50 ár hafa skattgreiðendur greitt gríðarlega fjármuni árlega til að tryggja markaðssókn í sauðfjárrækt. Ekkert hefur skilað sér til baka og enn nýtur sauðfjárræktin meiri styrkja skattgreiðenda en aðrar landbúnaðargreinar í Evrópu.

Talsmenn músíkhússins við höfnina í Reykjavík halda því fram að húsið muni ekki kosta skattgreiðendur neitt því að þjóðhagslegur hagnaður af músíkhúsinu vegna grósku í söng- og öðru listalífi muni skila sér í auknum tekjum þ.á.m. gjaldeyristekjum. Fróðlegt verður að sjá hvernig á að rökfæra það að ná megi inn hagnaði þó ekki sé nema bara á móti rekstrarkostnaði við músíkhúsið sem verða rúmir 8 milljónir á dag, hvað þá byggingarkostnaðinum.

Annað ferlíki er norður á Akureyri sem minnir á rómverskt hringleikahús, þar sem menning og menntun á að vera í öndvegi.  Þessi Circus Maximus átti að vera lyftistöng í menningarstarfsemi og draga til sín ferðamenn þannig að  gróði yrði af öllu saman. Er þar ekki sama og með músíkhúsið?

Talsmenn háskóla hafa bæst í hóp þeirra sem benda á þjóðhagslegan hagnað háskólastarfs. Ísland ætti að vera betur sett en nokkuð annað land í veröldinn með flesta háskóla fyrir hvern íbúa.  Á grundvelli þjóðhagslegrar hagkvæmni ber því enn að auka háskólakennslu vafalaust einkum á þeim  námsbrautum þar sem engin eftirspurn er fyrir menntuninni á markaðnum. Vafalaust má rökfæra það með sömu rökum og með músíkhúsið, sauðaketið og hringleikahúsið norðan Helkunduheiðar að þetta muni vera gríðarlegur vaxtabroddur og færa skattgreiðendum mikið hagræði.  

Í framtíðinni geta því skattgreiðendur horft fram á góða daga með því að standa undir okursköttum í núinu og samþykkja hallarekstur ríkissjóðs í núinu vegna þeirra gríðarlegu tekna sem myndast í frjósömu listalífi landsmanna tengdum músíkhúsinu og hringleikahúsinu, markaðssókn sauðaketsins og aukinni kennslu í kynjafræðum á háskólastigi. Eða er ekki svo?


Bloggfærslur 20. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 59
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 3169
  • Frá upphafi: 2562124

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2937
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband