Leita í fréttum mbl.is

Gengislán. Vondir fjölmiðlar og lélegir fulltrúar fólksins

Sérkennilegt er að fylgjast með opinberri umræðu um dóma Hæstaréttar í gengistryggingarmálum. Dómarnir segja að lög nr. 38/2001 heimili ekki að lán í íslenskum krónum séu verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla og slík ákvæði í lánasamningum skuldbindi ekki lántakendur.  Dómarnir kveða hins vegar ekki á um breytingar á öðru í lánasamningum aðila.

Af fjölmiðlaumræðunni og frá sumum þingmönnum hefur heyrst að eitthvað meira felist í dómnum. Þannig hefur verið fjallað með gálausum og iðulega röngum hætti um vexti af þessum lánum eins og fram komi ákvæði í dómunum um breytingar á umsömdum vöxtum. Svo er ekki. 

Fjármálafyrirtækin geta reynt að skýra málið með sínum hætti en þau geta hins vegar ekki farið á svig við niðurstöðu Hæstaréttar í málinu eða túlkað einhliða breytingar á gengistryggðum lánasamningum hvað varðar vexti eða önnur lánakjör. 

Það er öldungis merkilegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hinn vaski viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon virðast hafa verið gjörsamlega óviðbúin niðurstöðu Hæstaréttar og ekki haft neinn viðbúnað. Sama gildir um orðfima en starfslitla fjármálaráðherrann.  Mörgum fannst nóg um andvaraleysi ríkisstjórnarinnar þegar bankahrunið varð. Hvað má þá segja um fólkið sem nú stýrir þjóðarskútunni?


Bloggfærslur 21. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 59
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 3169
  • Frá upphafi: 2562124

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2937
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband