Leita í fréttum mbl.is

Þingmannanefnd Alþingis um rannsóknarskýrsluna segi af sér

Þingmannanefnd undir forustu Atla Gíslasonnar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er óhæf og ætti að segja af sér. 

Það sem nefndin hefur afrekað til þessa er að afgreiða samhljóða að ráða flokkssystur formanns nefndarinnar til að kyngreina rannsóknarskýrsluna jafn gáfulegt og það nú er og síðast að senda sérstaka beiðni til sérstaks ríkissaksóknara að taka nú fyrir mál fyrrverandi Seðlabankastjóra og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlits.

Nú skil ég vel að Atli Gíslason Vinstri grænn vilji slá pólitískar keilur í starfi sínu sem nefndarformaður og sýna fram á ötula kvennfrelsisbaráttu í anda öfgafemínista eins og Sóleyjar Tómasdóttur. Þá er honum einnig ljúft að kasta steinum úr glerhúsi sínu á pólitíska andstæðinga. Það kemur ekki á óvart.  Honum mátti hins vegar vera ljóst sem lögmanni og  miðað við erindisbréf nefndarinnar að það var afkáralegt að beina þeim tilmælum sem nefndin gerði til sérstaks ríkissaksóknara.

 Það sem hins vegar kemur á óvart er að þeir tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir sem sitja í nefndinni skuli standa að og eiga hlutdeild í ómerkilegri pólitískri aðför að fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrrum starfsbræðrum hans og fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlits.   Hvað gekk þeim eiginlega til?

 


Bloggfærslur 7. júní 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 63
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 3173
  • Frá upphafi: 2562128

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2941
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband