Leita í fréttum mbl.is

Gylfi Magnússon verður að segja af sér

Gylfi Magnússon sagði Alþingi ekki satt um varðandi gengislánin þegar hann svaraði fyrirspurn varðandi þau á s.l. vetri.  Skýringar Gylfa eru ótrúverðugar.

Allir vita að svör við fyrirspurnum til ráðherra eru útbúin af starfsfólki viðkomandi ráðuneytis. Útilokað er að lögfræðingar ráðuneytisins hafi ekki komið að málinu. 

Þó svo væri að ráðherra hefði svaraði án þess að fá aðstoð úr ráðuneytinu þá bar lögmönnum ráðuneytisins að gera ráðherra aðvart um að hann færi með rangt mál þannig að hann gæti leiðrétt þetta á Alþingi.

Jafnvel þó Gylfi sé látinn njóta vafans þá er útilokað annað en hann hafi komist að lögfræðiáliti því sem Seðlabankinn hafði fengið um málið og afstöðu yfirlögfræðings Seðlabanka Íslands fljótlega eftir að hann svaraði fyrirspurninni á Alþingi. Honum bar þá þegar að gera Alþingi grein fyrir málinu.

Miðað við svör Gylfa í gær þá verður ekki annað séð en yfirlögfræðingur ráðuneytisins og hann sjálfur hafi gjörsamlega brugðist í þessu máli og Gylfi kemst ekki hjá því að axla ábyrgð á því og segja af sér sem ráðherra.

Það er svo annað mál að mér finnst ólíklegt að sá yfirlögfræðingur sem var í viðskiptaráðuneytinu á þessum tíma hafi ekki gert ráðherra fullnægjandi grein fyrir málinu. Hvað sem því líður þá getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en að Gylfi Magnússon axli nú einu sinni ábyrgð með sama hætti og hann hefur áður krafist af öðrum.


Bloggfærslur 10. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband