Leita í fréttum mbl.is

Skattahćkkanir lengja og dýpka kreppuna. Steingrímur hefur brugđist.

Bretar, Írar og Íslendingar lentu í verulegum erfiđleikum vegna bankahruns síđari hluta árs 2008. Hér völdu menn bestu leiđina međ ţví ađ fella vonlausa banka í stađ ţess ađ pumpa inn í ţá peningum sem ekki voru til eins og Már Guđmundsson Seđlabankastjóri vildi gera.

Ljóst var strax haustiđ 2008 ađ tekjur ríkissjóđs mundi dragast saman og Írar brugđust viđ ţeim vanda međ ţví ađ skera verulega niđur ríkisútgjöld. Ţeir lćkkuđu laun opinberra starfsmanna og drógu saman á öllum sviđum ţjóđlífsins ţó hlutfallslega minnst í velferđarmálum.

Írar voru í erfiđari ađstćđum en viđ ađ ţví leyti ađ ţeir gátu ekki verđfellt alla hluti í ţjóđfélaginu af ţví ađ ţeir eru međ Evru. Ţađ hafđi hins vegar ţá ţýđingu ađ eignir fólksins héldu nánast verđgildi sínu í stađ ţess ađ hrapa í verđi um 50-65% í Evrum taliđ eins og hér.

Sú sársaukafulla leiđ sem Írar völdu ađ draga saman ríkisútgjöld hefur nú skilađ árangri og hagvöxtur eykst á ný ţar í landi. Írska ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á ađ auka samkeppni og skapa eđlilegt umhverfi fyrir fjármála- og atvinnulíf. Nóbelsverđlaunahafinn í hagfrćđi Paul Krugmann hefur lofađ mjög ţessar ađgerđir Íra og gagnrýnt ađ ţeir fái ekki eđlileg verđlaun í samrćmi viđ ţann efnahagsbata sem hafi orđiđ vegna ađgerđa ríkisstjórnarinnar ţar í landi.

Hér er fjármálaráđherrann Steingrímur J. Sigfússon sem stöđugt ber sér á brjóst og segist hafa gert mjög mikiđ. Samt sem áđur er hann ađ reka ríkissjóđ međ bullandi halla og samdráttur í eyđslu hins opinbera er hverfandi lítill ţrátt fyrir yfirlýsingar um annađ.  Steingrímur fór ţá leiđ öfugt viđ Íra ađ hćkka skatta og draga óverulega úr ríkisútgjöldum. Nú situr skattahćkkana nefnd hans ađ störfum viđ ađ leita leiđa til ađ auka enn skattheimtuna.

Ađgerđarleysiskostnađur ríkisstjórnarinnar ţá sérstaklega Steingríms J í ríkisfjármálum er orđinn ađ gríđarlegum vanda og dregur úr hagvexti og framtíđarmöguleikum. Rangar ákvarđanir og heigulsháttur viđ ađ taka á opinberum útgjöldum veldur ţví ađ kreppan verđur hér mun lengri en ella hefđi ţurft ađ vera.

Ţađ sem verđur ađ gera nú er ađ draga verulega úr ríkisútgjöldum í stađ ţess ađ hćkka skatta. Áframhald skattastefnunnar og óhófseyđslunnar eykur hćttu á ţví ađ nýtt efnahagshrun verđi í stađ efnahagsbata sem hefđi getađ veriđ kominn fram hefđum viđ haft alvöru ríkisstjórn sem hefđi ţorađ ađ gera ţađ sem ţarf ađ gera.


Bloggfćrslur 15. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband